Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 27

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Blaðsíða 27
Um byltingaróþreyju legra þarfa. En sjálfsblekkingin er í rauninni enn meiri, því þeir hyggjast láta reglu kommúnismans — „hverjum manni samkvæmt þörfum sínum“ — ganga í gildi strax að byltingu afstaSinni, án aðlögunartíma og án tillits til þess hvernig framleiðsluöflin eru á vegi stödd.“ Það tók hreyfingu stjórnleysingja langan tíma að taka upp kröfuna um félagseign á framleiðslutœkjum, sem höfundur telur vera næstsíðasta áfangann á leiðinni að stjóm- leysi. Hinn eiginlegi frumkvöðull hreyfingarinnar, Proudhon, vildi ekki láta afnema einkaeign, heldur aðeins hinar „vondu hliðar" kapítalismans, t. a. m. vaxtagreiðslur. Og enda þótt í sögu anarkismans gæti að sönnu vaxandi tilhneigingar til að taka upp sósíal- ískar hugmyndir, liggur það engan veginn í eðli stefnunnar, að dómi höfundar. Hún hefur ætíð getað rúmað innan sinna vébanda andsósíalíska hugmyndafræði. (Bent er á bandaríska anarkistann Benjamin Tucker, sem var talsmaður óheftrar einstaklings- hyggju, einkaeignar og frjálsrar samkeppni. Hann vildi að ríkið væri afnumið og hver maður fengi að gefa út sína eigin peninga, hafa einkalögreglu, einkakviðdóm o. s. frv, sem virðist raunar jafngilda því að hverjum manni sé veittur réttur til að stofna „sjálf- stætt ríki“.) Og á hitt er að líta að þar sem sósíalísk viðhorf eru ráðandi innan hreyf- ingarinnar, þar eru hugmyndirnar um framkvæmd sósíalisma þó einatt mótaðar af ósk- hyggju og litlu raunsæi. Og þar með er komið að því atriði sem marxistum og anarkist- um ber mest á milli um, en það er afstaðan til ríkisvaldsins eftir byltingu. Þriðja áfanga aftanfrá á leiðinni til stjórnleysis telur höfundur vera „alræði öreig- anna“, en því fylgir notkun rikisvalds sem baráttutækis til að hrinda í framkvæmd stefnumiðum byltingarinnar. Þessu eru anarkistar algerlega andvígir. Þeir hafna skil- yrðislaust öllu ríkisvaldi. Og þó þeir aðhyllist núorðið yfirleitt félagseign á framleiðslu- tækjum, þá viðurkenna þeir ekki að til þurfi ríkisvald til að breyta einkaeign í félags- eign eða til að útrýma stéttamismun. Þeir vilja afnema ríkið (sem sjálfstæða stofnun), en gera sér litla grein fyrir ofurvaldi eignastéttarinnar (sem er ríki í ríkinu). Skoðun marxista er afurámóti að algjört stéttleysi sé forsenda þess að ríkisvaldið geti horfið. Og til þess að afnema stéttir og stéttaandstæður í þjóðfélaginu þurfi ríkisvald sem beitt sé í þágu byltingarinnar. „Hvernig rökstyðja anarkistar það, að þeir hafna alræði byltingarinnar? Helzta rök- semd þeirra er sú, að ekki sé hægt að koma á frelsi með aðferðum sem að einhverju leyti skerði frelsi. Þetta kann að láta vel í eyrum, en stenzt þó ekki. Leiðir að marki eru ekki það sama og markið sjálft." Auk þess bendir höfundur á að einmitt í þessu atriði séu anarkistar ekki sjálfum sér samkvæmir. Þeir hafni alræði öreiganna af því þeir kveði sig vera á móti valdbeitingu, en þó hafi yfirgnæfandi meirihluti þeirra alltaf verið fylgj- andi valdbeitingu til þess að steypa ríkisvaldinu (og í því skyni óskipulagðri og ó- þarfri valdbeitingu). Saga hreyfingarinnar sýni og sanni að „fylgismenn hennar eru ekki svo yfirvættis göfugir að þeir forsmái miður göfug meðul í baráttunni fyrir göfugum markmiðum. Hinsvegar eru þeir svo óþreyjufullir — og svo rómantískir — að þeim geðjast ekki að öðru en fljótunnum ofbeldisverkum, banatilræðum og tveggja til þriggja daga götuvígjabardögum með tilheyrandi skrámum og umbúðum sem fara vel á mynd. En frammi fyrir hinni hversdagslegu og langvinnu baráttu sem heyja þarf unz byltingunni hefur verið tryggður fullnaðarsigur með afnámi allra stéttaandstæðna — andspænis þeirri baráttu bilar þeirra stopuli eldmóður. Það er allt og sumt.“ 105
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.