Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 41
Upphaf íslenzkra nútímabókmennta yfirleitt. Þetta er blátt áfram sendibréf Þórbergs til samborgara sinna. Þótt innihald bréfsins sé bæði margbreytt og misjafnt, undrast maður við nánari athugun, hve skipulega þar birtast ekki aðeins skoðanir Þórbergs á manninum og umheiminum, heldur einnig sköpunarsaga þessara skoðana. Þórbergur hefur mesta þörf af þremenningunum til að deila reynslu sinni, hugleiðingum og sannfæringu með öðru fólki. Af þessu stafar sú fjölbreytni í stíl, sem er helzta framlag „Bréfs til Láru“ á sviði forms og máls. Þórbergur gerðist hér byltingarmaður íslenzkunnar á öllum sviðum. Hann skrifar ritmál, talað mál og hugsað mál, hann er innhverfur og skoplegur í köflunum um sjálfan sig, en hlutlægur og háalvarlegur í áróðri sínum. Hann nýtur þess auðsjáanlega að bregða fyrir sig öllum greinum málsins og er óhræddur við það. Hér eru greinileg tengsl milli hans og höfundar „Vefarans mikla“. „Vefarinn mikli“ er ósamstæð skáldsaga full af mótsögnum, eins og ég hef áður minnzt á. En það er afar fróðlegt fyrir bókmenntafræðing að athuga, hversu hinar svo kölluðu hreint listrænu mótsetningar skáldsögunnar eru í beinum tengslum við ósamræmi í skáldinu sjálfu. Það er nóg að leita til fyr- irrennara „Vefarans mikla“, „Rauða kversins“ og „Heiman ég fór“ (en af „Rauða kverinu“ þekki ég aðeins brot í bók Hallbergs „Vefarinn mikli“) og fyrrnefndra greina um ísland, sem Laxness samdi á Sikiley og síðar, til þess að ganga úr skugga um sálarástand hans, þegar hann var að skrifa „Vefar- ann“. Hér hef ég engan tíma til að rekja þá sögu, hvernig sveitapilturinn upp- alinn í ekta íslenzkri sveitamenningu gerðist Evrópumaður og katólskur, en mér er óhætt að segja, að Laxness var þegar kominn á aðra hugsanabylgju en Steinn Elliði, þegar hann var að semja Vefarann. Það sem Laxness bar þá fyrir brjósti, var maðurinn bæði í Evrópu og á íslandi. Með hugmyndinni um guðsótta og skírlífið var hann að blekkja sjálfan sig. Þetta kemur býsna greinilega fram í uppbyggingu skáldsögunnar, eins og ég hef áður minnzt á, og einnig í stíl hennar. Laxness ætlaði sér sennilega að skrifa klassíska sál- fræðilega skáldsögu með raunsæilegum hlutlægum frásagnarhætti. Þannig er upphaf sögunnar, og þannig eru kaflarnir um ísland og fáeinir aðrir gerð- ir. í þeim gerist sagan með þeim hætti, að Steinn Elliði kemst í persónu- lega snertingu við fólk, talar við það og lætur það tala. En þorri hinna ev- rópsku kafla, kjarni skáldsögunnar, þar sem Laxness sjálfur er að glíma við umlieiminn og sjálfan sig, og þar sem hann er sjálfum sér líkastur, gerist í heilabúi Steins Elliða, hvort sem er í formi bréfa hans, hugleiðinga eða ein- tala við sjálfan sig, Guð eða aðrar ídeur, naktar eða í gervi einhverrar per- sónu. Það eru miklu frekar þessir kaflar í „ég-formi“ en hinar einstöku 119
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.