Tímarit Máls og menningar - 01.11.1971, Page 73
Kennsla og nám í náttúruvísindum
hátt og ójöfnu tölurnar. Þetta voru þó ekki þær skoðanir, sem Galileo þurfti
að sverja af sér fyrir rannsóknarrétti kirkjunnar, heldur kenningar Koper-
nikusar um gang himintungla og stöðu jarðarinnar í alheiminum, en þeim
hafði hann fengið staðfestingu á með því að skoða himininn gegnum hið
nýja tæki, sjónaukann, sem fundinn var upp í byrjun 17. aldar (1608).
17. öldin var mikil vísindaöld. Þá linnir loks galdrabrennum í Evrópu, en
eru þá einmitt um sama leyti upp teknar á íslandi. Stofnað er konunglega
vísindafélagið brezka árið 1662. Árið 1687 kom út rit Newtons, Principia
mathematica Philosophiae naturalis og hefur verið nefnt einhver mesti at-
burður í sögu vísindanna.
Iðnbyltingin hefst á Englandi og Frakklandi á 18. öld. Segja má, að upp-
haf verksmiðjuiðnaðarins hjá Bretum byggist á uppfinningu gufuvélar-
innar og endurbótum í bómullariðnaði og vefnaði. (Newcomen-vélin var
notuð í fyrsta sinn í námum árið 1712, endurbætt af James Watt 1769).
Efnaiðnaður má segja að byrji með framleiðslu lútefna eða sóda, sem nota
þurfti í ríkum mæli við sápugerð og sem bleikiefni fyrir dúka og glergerð.
Leblanc-aðferðin franska við sódaframleiðsluna varð til á tímum frönsku
byltingarinnar og var komin á verksmiðjustig fyrir lok 18. aldar, en með
henni var lögð undirstaða að stórframleiðslu í þessari grein. Leblanc-aðferðin
var notuð í meira en 100 ár, en er nú aflögð fyrir alllöngu. Gæti hún reyndar
verið til fyrirmyndar í efnaiðnaði einnig nú á dögum, að því er tekur til
fullkominnar nýtingar hráefna og aukaefna, því aðferðin hefur þann stóra
kost að úrgangsefni verða engin. Frakkar voru þarna í fararbroddi um skeið
í iðnaði og tækni, en þegar kemur fram á 19. öldina eru Bretar á undan
flestum öðrum í efnaiðnaði, og eru það fram á 20. öld. Þeir framleiða mest
af tilbúnum áburði, þ. e. súperfosfati og af brennisteinssýru, lútefnum og
fleiri undirstöðuefnum iðnaðar.
Brezki efnaiðnaðarhringurinn ICI var stofnaður 1926 og á þeirra vegum
var fundið upp plastefnið polyethylen og því komið á framleiðslustig og
siðar spunaefnið terrilín, sem nú er notað til hehninga á móti ull í flesta
fatadúka.
Þýzki iðnaðurinn var í miklum uppgangi og að sumu leyti í fremstu röð
framan af 20. öld, t. d. í framleiðslu litarefna og áburðarefna. Haber-Bosch
aðferðin til framleiðslu köfnunarefnisáburðar úr lofti er þýzk uppfinning og
er notuð alls staðar nú á dögum (m. a. hér í áburðarverksmiðjunni í Gufu-
nesi).
Áþ essari öld urðu Bandariki Norður-Ameríku mest iðnaðarveldi og bygg-
151