Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 5
Tvö viðtöl um íslenzka stjórnmálasögu bandsins á Norðurlandi og Vestfjörðum og fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum studdu þessa stefnu okkar. Sumarið 1930 birtu þau ávarp í Verklýðsblaðinu, þar sem þau lögðu til, að á verkalýðsráðstefnu þá um haustið yrði ákveðið að stofna verkalýðssamband óháð pólitískum flokkum. Ollum tillögum okkar um skipulagsbreytingar og pólitískt sjálfstæði verka- lýðsfélaganna var hafnað. Þegar Kommúnistaflokkurinn var stofnaður, ósk- aði hann eftir að verða deild í Alþýðusambandinu. Öllu þessu var hafnað, en í stað þess vorum við sviptir kjörgengi til Alþýðusambandsþinga og fulltrúaráða og til allra trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þeim félögum, sem kusu eigi að síður kommúnista á sambandsþing og fólu þeim forustu, var meinuð vera í sambandinu og önnur félög stofnuð í staðinn. Þetta leiddi til þess, að verkalýðshreyfingin var margklofin á fjórða áratugnum. Svo að það var um enga valkosti að ræða fyrir okkur. Við fengum ekki að starfa innan Alþýðuflokksins og berjast þar fyrir okkar skoðunum. Eigi að síður héldum við áfram að vinna í Alþýðuflokknum þ. e. í verkalýðsfélögunum, að svo miklu leyti sem við áttum þess kost og meðan við vorum ekki reknir úr þeim, og við lágum þar ekki á liði okkar. Þessu er nauðsynlegt að menn geri sér grein fyrir til þess að geta skilið þá þróun, sem átti sér stað á þess- um árum. Var kreppan afgerandi varðandi stofnun Kommúnistaflokks Islands? Efnahagskreppan flýtti fyrir því, að Kommúnistaflokkurinn var stofnaður. Það vantaði forustuafl til þess að standa í fararbroddi í þeirri hörðu stétta- baráttu, sem framundan var, og reynslan hafði sýnt að til þess dugði Al- þýðuflokkurinn ekki og átti eftir að sýna það betur. Hjá alþýðu manna voru slík neyðarkjör, að unga kynslóðin getur vart gert sér slíkt í hugarlund. Þetta fólk þurfti á annarri forustu að halda, en það átti völ á í Alþýðu- flokknum. En ég held samt að það væri rangt að segja, að efnahagskreppan ein út af fyrir sig hafi ráðið úrslitum. Auðvaldsskipulagið hafði verið í al- mennri kreppu allt frá striðslokum, og það var þessi almenna kreppa, sem var aflvaki hinnar róttæku hreyfingar. Hvað er það, sem gerir ungan mann sem yður að kommúnista á þessum árum, en ekki að krata, íhaldsmanni eða jafnvel að Framsóknarmanni í anda Hriflu-Jónasar? Það var ekki vandi að sjá meinsemdir auðvaldsskipulagsins á þessum árum, örbirgð þess, stétta og þjóðakúgun, kreppur þess og atvinnuleysi, 211
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.