Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 7
Tvö viðtöl urn íslenzka stjórnmálasögu En það er líka hægt að leggja aðra merkingu í orðið söguleg nauðsyn, þá að tiltekin þróun og tilteknir atburðir hafi verið óhjákvæmilegir og ekki unnt að afstýra þeim. Það er hægt að halda því fram, að í Sovétríkjunum hafi verið framin óhæfuverk, sem ekki verði réttlætt af neinni þörf, sem ekki varð undan vikizt í miskunnarlausu stéttastríði. En slík voðaverk eru fylgi- fiskar allra styrjalda og allra stéttastríða. Engin styrjöld og engin stétta- stríð hafa verið háð í heiminum, þar sem ekki hafa verið framin óhæfuverk og grimmdarverk. Bylting, sem hefur í för með sér róttækustu riftingu fornr- ar eignahagsskipanar í allri veraldarsögunni, er ekki eins og gestaboð, svo að notuð séu orð Maó Tse-tungs. Ef ofviðri eða fellibyljir skella á, þegar allar íleytur eru á sjó, þá verður stórslysum naumast afstýrt. En gegn slíkri nauðsyn berjast menn af öllum kröftum, og á sama hátt reyna allir góðir byltingarmenn að koma í veg fyrir slys og óhappaverk í eigin herbúðum. Illvirki eru auðvitað skelfileg fyrir þá, sem fyrir þeim verða, en þau eru jafnvel enn meiri harmleikur fyrir þann málstað, sem misnotaður er til að réttlæta þau. Þau eru ævinlega vatn á myllu andstæðinganna og til tjóns fyrir þann málstað, sem hefur fremjendur þeirra í þjónustu sinni. Hryðjuverkin í Víetnam eru t. d. sannkallaður bandarískur harmleikur. Það er víst, að rússneska byltingin hefur á öllum ferli sínum kostað óskap- legar og ómælanlegar fórnir, bæði nauðsynlegar og ónauðsynlegar í þeirri merkingu, sem ég nefndi fyrst. Andstæðingar hennar hafa auðvitað ekkert til sparað að draga upp sem hrikalegasta mynd af þessu öllu og kunnað vel að hagnýta sér barnaskap saklausra og velviljaðra manna, sem ímynda sér, að saga svona feiknlegra heimssögulegra átaka geti verið eins og ljúfur og sætur eldhúsreyfari. En það er eftirtektarvert, að þeir sem mest hneykslast á misferli og vald- níðslu í Sovétríkjunum, minnast næstum aldrei á voðaverk, sem framin eru í auðvaldsheiminum. Það er eins og þeim finnist múgmorðin í Indónesíu og víðsvegar í nýlendunum, kjarnorkuglæpirnir í Hírósíma og Nagasakí, bakt- eríustríðið í Kóreu, hótanirnar um að eyða stórborgir Sovétríkjanna með vetnissprengjum, stríðsglæpirnir í Indókína og yfirleitt hvers konar glæpir, sem framdir eru í auðvaldslöndum og af kapítalískum valdhöfum næstum sjálfsagðir hlutir og ekki við öðru að búast. Þetta væri vissulega mikil við- urkenning á siðferðilegum yfirburðum sósíalismans, ef mælt væri af heil- indum. En þessir menn mæla áreiðanlega ekki af heilindum. Hér er hvorki um að ræða áhuga fyrir sögulegum staðreyndum né heldur umhyggju fyrir 213
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.