Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 14
Tímarit Máls og menningar
bandaríska fulltrúanum, að sinn flokkur vildi mikið til vinna að halda vin-
áttu Bandaríkjanna. Þá spurði legátinn, hvort hann vildi þá gera það fyrir
sín orð eða stjórnar sinnar, að láta kommúnistana fara úr ríkisstjóminni.
Þá kvaðst Ólafur hafa verið skjótur til svars og sagt, að við létum enga segja
okkur fyrir verkum, hversu fegnir sem við vildum vera vinir þeirra, og frá-
bað sér slík afskipti af innanlandsmálum okkar.
Hvert var álit þitt á þróuninni í Austurevrópu eftir stríð?
Austurevrópa var öll í rústum eftir stríðið og ég vissi að það mundi verða
mikið átak að byggja hana upp að nýju. Ég bjóst við sósíalískri þróun, en
vissi að sósíalistaflokkar og kommúnistaflokkar þessara landa mundu eiga
þunga reynslutíð fyrir höndum eins og allt var í pottinn búið.
Hvernig töldu sósíalistar að öryggi fslands yrði bezt tryggt?
Við sögðum, að í þeim heimi, sem við lifum í, væri engin algild trygging
til. En eina vonin væri að kappkosta að halda frið við allar þjóðir, halda
fast við hlutleysið og reyna að fá það viðurkennt. Sósíalistaflokkurinn bar
oftar en einu sinni fram þá tillögu, að ísland sneri sér til Bandaríkjanna,
Bretlands og Sovétríkjanna með tilmælum um, að þau tækju sameiginlega
ábyrgð á friðhelgi þess. Þegar gengið var í Atlantshafsbandalagið 1949,
sögðum við, að nú lægi beinast við, að snúa sér til Bandaríkjanna, Bretlands
og Sovétríkjanna hvers um sig með fyrirspurn um, hvort þau væru fús til að
gefa yfirlýsingu um, að þau mundu virða hlutleysi og friðhelgi íslands að
því tilskildu, að við veittum engu stórveldi nein hernaðarleg fríðindi. Við
þessu yrði að fást skýr svör, áður en við gætum ákveðið utanríkispólitík
okkar. Ef svarið yrði jákvætt, væri það bezta tryggingin, sem við gætum
fengið, og eina tækifærið, sem við kynnum að eiga, til þess að fá að vera í
friði. Þetta var virk hlutleysisstefna, áþekk þeirri stefnu, sem Austurríki
hefur fylgt með góðum árangri. En Austurríki gerði samning við Banda-
ríkin, Bretland, Frakkland og Sovétríkin árið 1955, þar sem öll þessi ríki
skuldbinda sig til þess að ábyrgjast hlutleysi landsins.
Hversvegna snerust íslenzkir sósíalistar gegn Marshallhjálpinni?
í fyrsta lagi töldum við okkur geta komizt vel af án hjálpar. í öðru lagi
fylgdu Marshallhj álpinni skilyrði, sem við töldum skerða verulega efnahags-
legt sjálfstæði okkar.
220