Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 16
Tímarit Máls og menningar
uðu á Ítalíu (1948). Ef gerð yrði alvara úr þessum hótunum, litu þeir Thorez
og Togliatti svo á, að hér væri ekki einungis um stríð gegn Rússlandi að ræða
heldur stéttastríð, allsherjar krossferð gegn kommúnismanum og sósíalista-
hreyfingu allrar Evrópu, og afstaða þeirra var í samræmi við það. Þeir litu
á þetta sem framhald þeirrar stefnu, sem sósíaldemókratar höfðu fyrir fyrri
heimsstyrj öldina, en þá samþykktu þeir á tveimur alþjóðafundum, 1910 og
1912, að verkalýðsflokkarnir skyldu snúast gegn eigin stjórn hver í sínu
landi, ef til styrjaldar kæmi og ekki láta hafa sig til að skjóta hver á annan.
Þetta varð raunar ónýtt pappírsgagn, þegar til kastanna kom.
En nú vill svo vel til, að hér fyrir framan mig hef ég ummæli, sem ég lét
falla þetta sama ár í sambandi við inngöngu Islands í Atlantshafsbandalagið
og sem ég held að túlki viðhorf flokksins á þessum tíma. Við vorum oft að
því spurðir, hvaða afstöðu við mundum taka til hernaðaraðgerða Sovétríkj-
anna á íslandi. Ég sagði, að ég teldi að vísu þessa spurningu vera út í blá-
inn, nema gert væri ráð fyrir að ísland færi í styrjöld við hlið Bandaríkj-
anna gegn Sovétríkjunum. Eigi að síður ætti þjóðin kröfu á að fá að vita
um afstöðu þingmanna til hugsanlegrar innrásar hvaða stórveldis, sem er.
Síðan sagði ég orðrétt:
„Okkur sósíalistum er ljúft að svara þessu. Við tökum afstöðu gegn hinni
yfirvofandi árás Bandaríkjanna og við hvetjum þjóðina að rísa til varnar
með öllu því afli og öllum þeim ráðum, sem hún á völ á. Það skiptir engu
máli fyrir okkur hvert stórveldið er, hvort þjóð þess talar ensku, rússnesku
eða eitthvert annað mál. Ef Rússland væri í sporum Bandaríkjanna og ógn-
aði íslandi eins og þau, mundum við taka nákvæmlega sömu afstöðu til þess.
Engin önnur afstaða er íslenzk, engin önnur afstaða er sæmandi íslendingi,
og þetta verður að vera afstaða íslenzku þjóðarinnar, ef hún vill halda rétti
sínum sem sjálfstæð þjóð“.
Hafði ágreiningur um utanríkismál mikil áhrif á flokkaskiptinguna í land-
inu á þessum árum?
Flokkarnir, sem þá störfuðu, urðu til við allt önnur skilyrði. Hinsvegar
voru utanríkismál ákaflega ríkur þáttur í stjórnmálum íslands og haráttu
flokkanna þessi ár.
En á stjórnarmyndanir og stjórnarslit?
Og þau höfðu vissulega áhrif á stjórnarmyndanir og stjórnarslit. Nýsköp-
unarstjórnin klofnaði vegna ágreinings um utanríkismál.
222