Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 22
Tímarit Máls og menningar manna. Allur heimurinn stendur ekki gegn mér. Hann hefur um annað að hugsa. En ég stend einn gegn heiminum. Voff-voff-voff. Þannig tala þeir menn, sem þykjast vera gáfaðir. Prump. En komi einhver dóni (ég), þá gengur hann til fundar við aðra dóna. Heyrðu nú, ísak bróðir, segi ég stund- um við sjálfan mig, sem heitir alls ekki ísak: Þeir fórna þér á timburhlaða, og þeir leyfa þér að lafa með, svo að þú borgir olíuna, sem hellt er á viðar- köstinn, vínið, sem þeir drekka; og þeir halda sig vera Abraham. Þá ávarpa ég sjálfan mig og segi: Allt í lagi, ísak, sonur Abrahams. Hver kaupir ekki vináttuna dýru verði, og hlýtur, hennar vegna, að brenna sjálfur á bálinu? Ég hef séð mynd í stofu af hrút standa flæktan með hornin í þyrnirunna og engil með brjóst banda hendi. Þá hef ég hlegið, rúinn inn að skyrtunni, afvelta og hálf nakinn í götugum nærbuxum, emjandi á timburhlaða með tómt veskið. Ég er afskaplega leiðitamur. Fólk finnur inn á mig. Þú ert son- ur okkar, segja þeir, og án okkar yrðir þú núllmenni. Hellum úr skál yfir hausinn á honum, og skírum hann ísak. Þú ert hinn frumstæði maður, gædd- ur eðlisgreind. Þú ert náttúrubarn með nakta sál. Þú ert geggjaður að eðlis- fari. Síðan kemur spurningin: Áttu fyrir flösku? Og hverju get ég þá svarað, öðru en já. Ég hafði verið langan tíma í felum, og þegar ég sneri aftur hafði allt hreytzt. Nú hef ég enga hugmynd um, hvort þetta skilst. En hvaða máli skiptir skilningur. Maðurinn skilur ekki helminginn af þeirri tilveru, sem hann lifir í, og atburðirnir í kringum hann eru ráðgáta. Samt lifir hann og hrær- ist í lífssögunni og mannkynssögunni. Og mér yrði það nóg. Ekki veit ég heldur, hvort þið hafið gefið því gaum, að þessu er ætíð þann- ig varið: Oftast er ein eða fleiri stúlkur í slagtogi með hinum og þessum, unz, eins og bíngó, hún fylgir aðeins einum: Hún & Hann. Og það finnst þeim ekki nóg. Þau byrja að margfalda, og út úr rúmdæminu skríður summa, og út- koman verður þrír: Hann & Hún og Co. Þá brosir heimurinn. Nú er allt öruggara. En hópurinn hvorki smækkar né stækkar. í hann bætast jafn margir og úr honum fóru. Það er lögmálið: maður kemur manns í stað. Stúlka birtist á sj ónarsviðinu, hópurinn kemur auga á hana, og hún flækist í slagtog með hinum, sem eftir urðu. Þannig á sér stað stöðug endurnýjun án nokkurrar hyltingar eða átaka. Einhver - var það Addi?- nefndi þetta - það að byrja þegar eftir hádegi 228
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.