Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 25
Mannsmynd úr biblíunni
þrjár mj ólkurfernur í grænu innkaupaneti, eflaust að hugsa um, hvað vísi-
tölufj ölskylda skilur mikið rusl eftir sig ár hvert og róttæk ráð gegn því.
En ég hugsaði:
Þarna sátu þær forðum daga á veitingahúsum, annað hvort í Parísar-
klíkunni, Lundúnagrúppunni, Vínarhópnum, eða á meðal Hafnarmanna, með
látlaust skraut, allt módelsmíði; en núna koma þær heim róttækar og sjálf-
sagt alltaf með innantökur, vegna þess hvað gengdarlaust er gengið á auð-
lindir heimsins. Merkilegt að næstum því sérhver höfuðborg meginlandsins
skuli hafa átt, í lok Marshal-aðstoðarinnar, sinn harðsvíraða flokk fulltrúa
í þessum pínulitla bæ. Ur okkar hóp fer enginn í aðrar grúppur, sagði Addi
og horfði á þær með harðviðareymalokkana, í batikkjólunum og með
smeltarmböndin, og menntað höfðu sig fyrir síðustu Marshal-dollarana upp
úr 1950. Og hvert hurfu litlu stúlkumar, sem máluðu sig aldrei, gengu með
slegið hár, sokkalausar, í víðum blússum, og elskuðu Brecht?
Við héldum heim til Idda. Honum bar að framlengja sólarhringinn. í
hópnum ríktu óskráð lög: Nýsveini har að framlengja. Við ókum heim til
hans í bílnum. Iddi bjó í kjallara. Allir Síberíumenn búa annað hvort í
kjallara eða uppi á hanabjálka. Þegar þangað kom var ósköp af okkur dreg-
ið. Addi hafði uppgötvað Elio Vittorini. Allan daginn hafði verið frost. Og
hvemig er hægt að rifja upp frostdag, sem maður hefur drukkið af sér?
Við sátum þétt á dívaninum. Iddi sat á stól með geislabaug um höfuðið. En
þannig líta herbergin út: Eitt borð með einum stól, sem húsráðandinn situr
á með krosslagða fætur, og dívan, þar sem krakkarnir sitja - eða á gólfinu.
Þegar fsrael fór út af Egyptalandi,
Jakobs ætt frá þjóðinni, sem mælti á erlenda tungu,
varð Júdea helgidómur hans,
ísrael ríki hans.
Hafið sá það og flýði,
Jórdan hörfaði undan.
Fjöllin hoppuðu sem hrútar,
hæðimar sem lömb.
Hvað er þér, haf, sem þú flýrð,
Jórdan, sem þú hörfar undan,
þér fjöll, sem þér hoppið sem hrútar,
þér hæðir sem lömh?
231