Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 29
Mannsmynd úr biblíunni Hlaupum niður að staur, sagði hún, og tökum okkur bíl. Kuldinn sótti ekki síður á mig en hana. Hún var eins og blikkvarin kista í sínum einkennilega klæðnaði. Ég stóð í keng uppi við skelj asandinn á húsinu og andaði frá mér gufu, og ég vissi, að ég var orðinn blár um munninn. Láttu þá eiga sig, og vertu ekki í ham, sagði hún. Þá mundi ég, að þegar ég var í héraðsskóla átti ég kærustu og skrifaði á handlegginn á mér I love you, og teiknaði ótal hjörtu, öll kramin af örvum, svo að úr þeim lak blátt og rautt blóð úr kúlupenna. Þá gekk ég aldrei í frakka og greiddi mér aldrei og gekk með slæðuna hennar um hálsinn. Ég vildi óska þess, að ég ætti mynd af mér frá þeim árum. Látt’á eiga sig, sagði hún, og komdu með mér. Hann hefur sinn hátt á við sitt fólk. Úr því hún sagði þetta, og þekkti betur til vatna en ég, kaus ég að mjaka mér úr stirðum sporunum. Við löbbuðum bæði niður að staur. Þegar við nálguðumst, sáum við rásirnar í sköflunum eftir bílana, sem biðu við staurinn og sneru trýninu í vindinn, líkt og hundar. Sá alblóðugi átti í átökum við bílstjóra, sem neitaði að aka honum þannig til reika, blóðugum og bláum. Við fengum okkur bíl, horfðum yfir landið, og sáum ekkert annað en hvítan byl bylja á hvítri jörðinni undir hvítum himni. Þá var lögreglan komin og fleygði honum inn í lögreglubílinn. En við ókum burt. Heimurinn var okkur óviðkomandi. Satt að segja var ég ósnort- inn, vegna blýþunga og elli þess manns, sem sér, hvernig í viðnum liggur, þótt ég hafi sagt: Hann frýs. Hver? spurði hún undrandi. Sá í kartöflugeymslunni. Hún er engin fangageymsla, svaraði ég. Hann heldur á sér hita og í sér lífinu við það að éta hráar kartöflur. Hráar kartöflur vekja andagift. Giinter Grass, Dóstoévskí og Jónas Svafár lifðu á hráum kartöflum. Og Snorri Sturluson var veginn í kartöflukj allar- anum heima hjá sér. Allir urðu frægir af. Ég veit allt um kartöfluna, sagði ég. Snorri kom á undan henni til Islands. Ertu þjóðernissinni? spurði hún. Ég svaraði engu. Sum della er manni ofviða brella. Ertu á móti kartöflum? spurði hún og jökulkaldar hendur hennar voru komnar inn á mig og þukluðu pokann. Það fannst mér vera blessunarríkt, 235
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.