Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 29
Mannsmynd úr biblíunni
Hlaupum niður að staur, sagði hún, og tökum okkur bíl.
Kuldinn sótti ekki síður á mig en hana. Hún var eins og blikkvarin
kista í sínum einkennilega klæðnaði. Ég stóð í keng uppi við skelj asandinn á
húsinu og andaði frá mér gufu, og ég vissi, að ég var orðinn blár um
munninn.
Láttu þá eiga sig, og vertu ekki í ham, sagði hún.
Þá mundi ég, að þegar ég var í héraðsskóla átti ég kærustu og skrifaði
á handlegginn á mér I love you, og teiknaði ótal hjörtu, öll kramin af
örvum, svo að úr þeim lak blátt og rautt blóð úr kúlupenna. Þá gekk ég
aldrei í frakka og greiddi mér aldrei og gekk með slæðuna hennar um
hálsinn. Ég vildi óska þess, að ég ætti mynd af mér frá þeim árum.
Látt’á eiga sig, sagði hún, og komdu með mér. Hann hefur sinn hátt á
við sitt fólk.
Úr því hún sagði þetta, og þekkti betur til vatna en ég, kaus ég að
mjaka mér úr stirðum sporunum. Við löbbuðum bæði niður að staur.
Þegar við nálguðumst, sáum við rásirnar í sköflunum eftir bílana, sem
biðu við staurinn og sneru trýninu í vindinn, líkt og hundar. Sá alblóðugi
átti í átökum við bílstjóra, sem neitaði að aka honum þannig til reika,
blóðugum og bláum. Við fengum okkur bíl, horfðum yfir landið, og sáum
ekkert annað en hvítan byl bylja á hvítri jörðinni undir hvítum himni.
Þá var lögreglan komin og fleygði honum inn í lögreglubílinn. En við
ókum burt. Heimurinn var okkur óviðkomandi. Satt að segja var ég ósnort-
inn, vegna blýþunga og elli þess manns, sem sér, hvernig í viðnum liggur,
þótt ég hafi sagt:
Hann frýs.
Hver? spurði hún undrandi.
Sá í kartöflugeymslunni. Hún er engin fangageymsla, svaraði ég.
Hann heldur á sér hita og í sér lífinu við það að éta hráar kartöflur.
Hráar kartöflur vekja andagift. Giinter Grass, Dóstoévskí og Jónas Svafár
lifðu á hráum kartöflum. Og Snorri Sturluson var veginn í kartöflukj allar-
anum heima hjá sér. Allir urðu frægir af.
Ég veit allt um kartöfluna, sagði ég. Snorri kom á undan henni til Islands.
Ertu þjóðernissinni? spurði hún.
Ég svaraði engu. Sum della er manni ofviða brella.
Ertu á móti kartöflum? spurði hún og jökulkaldar hendur hennar voru
komnar inn á mig og þukluðu pokann. Það fannst mér vera blessunarríkt,
235