Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 31
Mannsmynd úr biblíunni
tók í hurðina, sneri lyklinum og horfði fram á ganginn. Líklega hefur hún
hugsað: Hann fer ekki í gegnum læstar dyr, og hafi hann opnað hurðina
með lykli, læsir hann henni ekki aftur að innan verðu.
Hún tók í hurðina á skápnum og ég valt út ásamt þungu lofti.
Hvað ertu að gera inni í skáp? spurði hún undrandi. Ertu að kæfa þig?
Nei, svaraði ég og settist aftur inn í skápinn.
Feldu þig næst í ferðatöskunni, sagði hún.
Síðan settist hún á stól, hengdi höfuðið á milli fóta sér og grét á gólfið,
á meðan ég rótaði inni í skápnum og fann nokkrar þéttskrifaðar stílabækur,
sem allar báru nafn Svans.
Þú verður keipinn eiginmaður, grét hún yfir varirnar. Þú verður rellinn
og kvartsamur. „Hvernig er það með matinn? Nú, hvað, kartöflurnar eru
hálf hráar! Farðu nú að drullast í bælið, kona. Hvað á það að þýða að
hanga á fótum langt fram eftir nóttu yfir engu. Ertu byrjuð að skúra á mið-
nætti?“
Þá fann ég, að mig hefur alltaf langað til að skríða inn í klæðaskápa og
búa í klæðaskáp. Mig hefur aldrei langað til þess að búa í tunnu, enda er
ég enginn heimspekingur frá því fyrir Krists burð.
Þú verður það, ég finn það, grét hún á milli fóta sér.
Kannski verð ég einn þessara sígrömu eiginmanna, sem langar í hjákonu,
en kemur sér aldrei til þess að halda fram hjá, sagði ég.
237