Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 32
Vésteinn Lúðvíksson
Mannleg þrenning
(útvarpsleikrit)
PERSÓNUR:
Jón
Björn
Næturvaktin
(Það er bankað.)
JÓn: Ha? Hver getur þetta verið? Klukkan . . . klukkan sex mínútur yfir
tíu. - (Fullur eftirvœntingar): Kom inn, kom inn.
(Dyrnar opnaðar. Björn kemur inn og lokar gœtilega á eftir sér).
björn: Þú þekkir mig náttúrlega ekki?
JÓN: Ne-ei . . . Ekki nema hvað ég sá hérna útum gluggann þegar þú komst
í dag - í sendiferöabíl, var það ekki?
björn: Það var bíltíkin hans sonar míns.
jÓn: Svo sá ég þig í matsalnum í kvöld. Þú sast hjá honum Óla Péturs.
björn: Hm . . . er langt síðan þú varst sendur hingað?
JÓn: Sendur?
BJÖRN: Já, sendur. Þegar börnin manns treysta sér ekki lengur til að hafa
mann, - hvað er þá gert við mann? Jú, maöur sendur inná elliheimili til
að drepast, - þó manni finnist sjálfum að maöur sé fær í flestan sjó.
JÓN: Ójá, það gengur svona. Ég á fimm böm á lífi. Og ekkert þeirra
treystir sér til að hafa mig. Og er ég þó ekki fyrirferÖarmikill. En
maður tekur í nefið . . . Já, maður er fyrir.
björn: Fimm börn, já. Ég á nú ekki nema þrjú. Það er að segja þrjú
sem ég hef alið upp sjálfur. Ég kann sosum að eiga þau fleiri.
JÓN: Ég hef reiðu á mínum hörnum.
björn: Jæja, hefurðu það?
jón: Afhverju skyldi ég ekki hafa það?
BJÖRN: Ég bara spyr. Maður má vonandi spyrja?
JÓN: Þau voru sex. Einn drukknaði með Bhðfaranum útaf Eldeynni á af-
mælisdaginn hennar móður sinnar.