Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Blaðsíða 40
Tímarit Máls og menningar
var ekki flatbrjósta! Svo ræÖum við þetta á morgun. Nógur er tíminn.
Ég á eftir að tóra hér í tíu ár.
JÓN: Og ég í tuttugu!
BJÖRN: (opnar dyrnar): En ég fer ekki onaf því: það er grimmd og glæpur
að setja menn útá kaldan klakann.
JÓN: Ha? - Já, það er nú einu sinni svona.
Björn: En það er hægt að breyta öllu. Líka því sem er einu sinni svona. —
Mín ævi hefur verið köld.
JÓn: Ég get nú ekki sagt að mín hafi verið sérlega hlý.
björn: 0, þú ert bara að reyna að hugga mig. Þín ævi hefur víst verið hlý.
Hún var funheit hún Guðný.
JÓN: (háðslega): Jæja, var hún það blessunin?
björn: Já, hún var það. Og þessvegna hefur þín ævi verið hlý. En þó mín
ævi hafi verið köld og ég hafi fengið að kenna meir á óréttlæti heimsins
en aðrir menn, þá skaltu samt ekki halda að ég hafi lifað til einskis. Nei,
ég var heppinn þrátt fyrir allt. Þeir eru margir sem aldrei hitta sína
Guðnýju. Og þó þeir hitti hana sumir, þá kunna þeir ekki að meta hana. -
Góða nótt, Jón minn.
JÓN: (þurrlega): Góða nótt.
(Björn lokar á eftir sér.)
JÓN: Fullkomin kona, ja seisei. — Það er kannski eins með þetta og sultutau-
ið á ensku togurunum í gamla daga. Fyrsta slettan var gómsæt. En sultutau
með öllum mat, dag eftir dag, viku eftir viku og ár eftir ár, það var leiði-
gjarnt - og ekki gott. En flatbrjósta var hún ekki. (Smáhlœr.) Það sagði
ég bara til að hefna mín á helvítinu. Því þó hún sé dauð og langt um liðið,
þá er það samt kvikindisskapur og ekkert annað að vera að minna mann
á að maður hafi verið hálf . . . hálfgerður Jósep.
246