Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 47
Tryggvi Emilsson
Ur æviminningum
Hér á eftir eru prentaðir þættir úr æviminningum, sem Tryggvi Emilsson hefur
í smíðum. Eru það tveir öftustu kaflarnir úr þeim hluta æviminninganna, sem
fjalla um bernsku- og æskuár höfundar.
Oxnadalsheiði
Það var í byrjun sólmánaðar á lengsta degi ársins sumarið 1919 að ég var
sendur frá Gili í Oxnadal vestur á Öxnadalsheiði þeirra erinda að leita uppi
rauðstjörnóttan fola laungraðan, sem bóndinn á Bessahlöðum átti, þessi foli
var fjögra vetra, gæfur í haga og taumvanur og hafði sézt í stóði norðantil
á heiðinni. Skagfirzkur var hann að uppruna og gat því verið að strjúka
vestur yfir. Ekki var settur undir mig hestur, en ég var á hrossskinsskóm
nýlegum og vanur göngu, nestisbita hafði ég í buxnavasa og snærisspotta.
Frá Gili fór ég snemma morguns og gekk léttstígur inn með Gilshjalla
í lognblíðu fj alldalaveðri og var við Lurkastein í það mund sem fuglar
vakna til morgunverka. Það var gott að taka daginn snemma, því ekki var
víst að Stjarni væri svo auðfundinn. Til vinstri handar rís Seldalsfj allið,
sem efst uppi heitir Kaldbakshnjúkur, og þegar ég geng upp á heiðina, sé ég
að hnjúkurinn er allsnakinn svo ekki sást þar vottur af skýi og sýndist mér
hann taka andköf þar sem hann baðaði sig í sól og heiðríkju og ég vissi að
grasgeirarnir sem teygðu sig upp eftir öllu, voru örir af gleði og eftirvænt-
ingu, þegar sólin rynni niður hlíðarnar. Þegar ég kom upp á heiðarbrúnina
þar sem gripagirðing liggur milli kletta, tyllti ég mér niður um stund og
horfði vestur yfir heiðina. Allmörg hross voru í Kelduflóanum kringum
Tjaldhólana og á dreif vestur um mýrar og móa, en ekki kom ég auga á
Stjarna sem ég þekkti eins og heimahest. Ég hljóp eftir gamla þjóðveginum
sem lá neðst í brekkunum með fram Heiðarfjalli og svo þegar ég kom að
Grjótánni sem er á sýslumörkum milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar, fór
ég úr skóm og sokkum og óð yfir á vaðinu. Grjótáin kemur úr tveimur
dölum sem heita Eystri- og Vestri-Grjótárdalur og er vatnið í ánni skol-
litað, sem stafar af því að jökull er í botnum dalanna. Fjallið vestan Grjótár
253