Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 51

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Qupperneq 51
Úr œviminningum sína og varð þeim tíðrætt um málnytjar á jörðum sínum, lagði Hálfdan vettling sinn ofan á rjómatrog í búri Silfrúnar, og hélt rjóminn vettlingnum, sagði hann þá systur sinni að svo væri rjóminn þykkur í Tungunum að hann héldi skeifu. Þessu reiddist Silfrún og hafði í heitingum við bróður sinn. Nokkru seinna um sumarið kemur smali Hálfdans að máli við hann og segir að komið sé trippi eitt í hagana og yrji það upp allan gróður. Þá sömu nótt fer Hálfdan bóndi til móts við trippið, tekur það römmum tökum og færði í pytt einn niður við ána, og þar batt hann óvættina við jarðfastan stein, og lét svo ummælt að nú hefði tryppið fengið samastað til níu mannsaldra. Nú varð sá atburður fyrir nokkrum áratugum að gangnamenn eru seztir að í gangnamannakofanum í Hálfdanartungum. Þeir höfðu bundið á streng hesta sína, en hundar lágu undir kofavegg. Veður var kyrrt og dalurinn hljóður milli fjalla. Þá heyra gangnamenn þyt mikinn úti fyrir, sem líkast því að skyndilega hefði hvesst, hundar ýlfruðu af ótta og kröfsuðu kofahuröina. Gangnamenn opna þá hurðina og hleypa inn hundunum. Enn var logn á, en kolsvarta myrkur og flýttu menn sér að loka dyrum og hafa sennilega krossað hurðina. Sami þyturinn hélzt langt fram á nótt. Um morguninn voru allir hestar horfnir og varð að þeim mikil leit. Um atburö þennan spunnust ýmsar sögur og bárust norður yfir Oxnadalsheiði og þótti öllum sennilegast og jafnvel fullvíst að þessa nótt væru liðnir níu mannsaldrar frá því Hálfdan batt trippið í pyttin- um og enn hefði þessi kraftur leynzt í afturgöngunni, en í fyrstu var trippi þetta uppvakningur Silfrúnar á Silfrúnarstöðum. Engar sögur fara af tripp- inu eftir þetta og hefur þyturinn mikli í Hálfdanartungum verið þess síð- ustu fjörbrot. Hálfdanartungur fóru í eyði 1878, fram að þeim tíma var búið þar, en eftir það lagðist jörðin undir afrétt Skagfirðinga. Að lokinni leit í Hálfdanartungum og hvíldarstund á tóttabroti þar, gekk ég eins og leið liggur niður að ánni og fór á brú yfir hana, og hugöist ganga út að Valagilsá en þar við afréttargirðinguna stendur oft hópur hrossa í vakandi von um að komast heim í átthagana og einmitt þar stöðvast stroku- hross, sem koma að norðan. Nú geng ég þessa leið alla og var nú drjúgum farinn að finna til þreytu og svengdar og vakti þó fyrir mér að leggja aftur á heiðina og norður yfir um kvöldið. En rétt í því ég kem að Valagilsá kemur Valdimar Guðmundsson bóndi á Fremrikotum niður með ánni að norðanveröu. Valdimar var hæglátur maður og aðgætinn og kom strax auga á sveinstaula við girðinguna, hann sneri því hesti sínum að Vala- 17 TMM 257
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.