Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 53
Út œviminningum
yfir Krókána og ekki var hún árennileg upp við árgilið, ég hljóp því niður
með henni og óð hana berfættur á eyrunum þar sem hún fellur í Norður-
ána, en köld var hún í botninn. í leysingum á vorin og í stórrigningum er
Krókáin ófær, líka á eyrunum, þá kastar hún grjóti og er engri skepnu
stætt í straumnum. í júnímánuði 1930 drukknaði þarna danskur land-
mælingamaður. Þegar ég var sloppinn yfir, hljóp ég nokkurn spöl á vatns-
gnúðum eyrunum til að þurrka af mér Krókána, klæddi mig síðan í sokka
og skó og hraðaði göngu minni upp heiðarsporðinn.
Það var komið fram um nón og veðrið eins gott og á varð kosið, enda
lengstur dagur og Jónsmessunótt framundan. A heiðarbrúninni stanzaði ég
um stund og tyllti mér á stein við veginn. Við mér blasti Norðurárdalurinn
fagurgrænn allt frá silfurtærri silungsánni upp á brúnir, en sólskinið, sem
tók á sig bláan lit himinhvolfsins yfir dalnum, varð að gullnum vængjum
og sveif út yfir Skagafjörðinn og inn um allar heiðar, það var fögur sjón.
Nú gekk ég eins og leið liggur norður Skógarhlíðina á hlið við tímann
sem hélt áfram að líða, ég var öruggur með sjálfan mig og vissi að ég
var í umsjá góðra vætta. Enn var heiðin ósnortin af vélknúnum tækjum,
þar var ekkert sem truflaði hljóma náttúrunnar. í Giljareitnum, þar sem
Hleinargilin skerast inn í fjallið, heyrðist mér eitthvað óvanalegt á seyði
í árgljúfrinu, svo ég settist á stein til að hlusta og skynja hvað um væri
að vera, reyndar vissi ég að þetta árgil var fulltrúi þeirrar auðnar sem er
ein með sjálfri sér, og er alltaf að bíða eftir sínum ástvini, og einmitt
þennan dag höfðu sólargeislarnir þrengt sér ofan í gilið og urðu svo heitir
af ást og unaði að árniðurinn steig upp úr gljúfrinu í hljóðlátum hljóm-
um og lyfti sér á ósýnilegum vængjum upp móti himninum, þvílíkur niður,
eins og heil hljómsveit væri þarna niðri að leika fyrir skapara sinn á
öll upphugsanleg hljóðfæri. Ég gekk fram á brúnina, þar sem þrítugt bergið
rís undir nokkrum grávíðishríslum sem hafa fest rætur í klettaskorum,
og skyggndist fram af, en ég sá ekkert nema tært vatnið í ánni þar sem
hún lék um hnullungana í botninum og um hellusteina sem enn risu upp
á rönd frá því um vorið í leysingum og þarna voru bergveggirnir með
berar tærnar úti í ánni. En hljómarnir héldu áfram að stíga svo unaðs-
þýðir og seiðandi að ég stóðst þá ekki, en lagðist í laut á gilbarminum að
njóta þess sem ég heyrði og til að sjá það sem fram færi og ég gleymdi
því um stund að ég var á hraðri ferð. Ég hafði oft heyrt svona forboða
áður, en aldrei jafn greinilega, og nú tóku fjöllin undir með fáheyrðum
hnjúkaþyt sem bar nið árinnar upp yfir hæstu tinda. Ég leit upp til him-
259