Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 53

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 53
Út œviminningum yfir Krókána og ekki var hún árennileg upp við árgilið, ég hljóp því niður með henni og óð hana berfættur á eyrunum þar sem hún fellur í Norður- ána, en köld var hún í botninn. í leysingum á vorin og í stórrigningum er Krókáin ófær, líka á eyrunum, þá kastar hún grjóti og er engri skepnu stætt í straumnum. í júnímánuði 1930 drukknaði þarna danskur land- mælingamaður. Þegar ég var sloppinn yfir, hljóp ég nokkurn spöl á vatns- gnúðum eyrunum til að þurrka af mér Krókána, klæddi mig síðan í sokka og skó og hraðaði göngu minni upp heiðarsporðinn. Það var komið fram um nón og veðrið eins gott og á varð kosið, enda lengstur dagur og Jónsmessunótt framundan. A heiðarbrúninni stanzaði ég um stund og tyllti mér á stein við veginn. Við mér blasti Norðurárdalurinn fagurgrænn allt frá silfurtærri silungsánni upp á brúnir, en sólskinið, sem tók á sig bláan lit himinhvolfsins yfir dalnum, varð að gullnum vængjum og sveif út yfir Skagafjörðinn og inn um allar heiðar, það var fögur sjón. Nú gekk ég eins og leið liggur norður Skógarhlíðina á hlið við tímann sem hélt áfram að líða, ég var öruggur með sjálfan mig og vissi að ég var í umsjá góðra vætta. Enn var heiðin ósnortin af vélknúnum tækjum, þar var ekkert sem truflaði hljóma náttúrunnar. í Giljareitnum, þar sem Hleinargilin skerast inn í fjallið, heyrðist mér eitthvað óvanalegt á seyði í árgljúfrinu, svo ég settist á stein til að hlusta og skynja hvað um væri að vera, reyndar vissi ég að þetta árgil var fulltrúi þeirrar auðnar sem er ein með sjálfri sér, og er alltaf að bíða eftir sínum ástvini, og einmitt þennan dag höfðu sólargeislarnir þrengt sér ofan í gilið og urðu svo heitir af ást og unaði að árniðurinn steig upp úr gljúfrinu í hljóðlátum hljóm- um og lyfti sér á ósýnilegum vængjum upp móti himninum, þvílíkur niður, eins og heil hljómsveit væri þarna niðri að leika fyrir skapara sinn á öll upphugsanleg hljóðfæri. Ég gekk fram á brúnina, þar sem þrítugt bergið rís undir nokkrum grávíðishríslum sem hafa fest rætur í klettaskorum, og skyggndist fram af, en ég sá ekkert nema tært vatnið í ánni þar sem hún lék um hnullungana í botninum og um hellusteina sem enn risu upp á rönd frá því um vorið í leysingum og þarna voru bergveggirnir með berar tærnar úti í ánni. En hljómarnir héldu áfram að stíga svo unaðs- þýðir og seiðandi að ég stóðst þá ekki, en lagðist í laut á gilbarminum að njóta þess sem ég heyrði og til að sjá það sem fram færi og ég gleymdi því um stund að ég var á hraðri ferð. Ég hafði oft heyrt svona forboða áður, en aldrei jafn greinilega, og nú tóku fjöllin undir með fáheyrðum hnjúkaþyt sem bar nið árinnar upp yfir hæstu tinda. Ég leit upp til him- 259
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.