Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 54

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 54
Timarit Máls og menningar ins að skoða skýjafarið, en þá voru öll ský að hverfa út fyrir sjóndeildar- hringinn. Aðeins dálítill hnoðri hafði beðið eftir englahljómsveitinni, en hann var líka að hverfa út í víðbláan geiminn með fangið fullt af jarð- neskum tónum heiðarinnar. Ég lá enn um stund í lautinni til að njóta til fulls þess unaðar, þegar himinn og jörð sameinast um að fullkomna sköpun- arverkið í nálægð svona umkomulítils drengs. Það var óvenjulega hlýtt í veðri svo fuglasöngurinn sem var yfir og allt í kring, féll í faðm kyrðarinn- ar sem umlukti lautina þar sem ég lá í grasinu, og áður en varði rann mér blundur í brjóst. Það var áliðið dags þegar ég vaknaði við mannamál og dyn undan hófataki járnaðra hesta, tveir menn komu ríðandi norðan Giljareitinn og hurfu vestur yfir, án þess að veita mér athygli. Ég gekk að læk sem rann þarna framhjá og fékk mér að drekka og skvetti vatni framan í mig um leið, síðan hélt ég áfram göngunni og leitinni að honum Stjarna. Þegar kom norður fyrir Klif, hallaði ég mér að ánni þar sem hún rennur á eyrum, síðan fór ég enn úr sokkum og skóm og óð yfir, ég ætlaði mér að leita inn á Kaldbaksdalinn og svo var hrosshópur þarna í Kinninni. Ég gekk inn á öxlina þar sem Kaldbaksdalur opnast og hljóp snertuspöl inn á þennan hrjóstruga dal, sem er svo brattur að lækirnir sem streyma ofan hlíðarnar sýnast hvítir á lit, þarna var fátt hrossa, en nokkrar kindur sem voru svo styggar að þær runnu þvert á brattann, stönzuðu við til að blása á mann og voru horfnar eftir smástund.Ég sneri við og var æði lágt á mér risið, að verða nú að snúa heim án þess að hafa fundið Stjarna, en um annað var ekki að gera. Þegar kemur af Kaldbaksdalnum blasa við heit- arhúsatóttir, og var grasið dekkra þar í kring en annarsstaðar, og lágu nokkr- ar kindur upp við veggjabrotin. Aldrei var ég fyllilega öruggur að ganga fram hjá þessum tóttum, sem stafaði af því, að eitt sinn fannst þar dauður maður undir vegg um vetur og fylgdi þeirri sögu að maður sá hefði gengið aftur, og þegar Sigurður snari var beitarhúsamaður í Bakkaseli kom það nokkrum sinnum fyrir þegar hann hafði lokið útiverkum og gekk á stað heimleiðis, að svipurinn spratt upp undan húsveggnum og fylgdi Sigurði eftir, rétt eins og hann treysti sér ekki til að fara einn norður yfir heiðina. En aldrei fór hann lengra en að Tjaldhólunum sem eru þarna nálægt. Tjaldhólarnir hreykja sér í miðjum Kelduflóanum, þar sem Heiðaráin á upptök sín, áður en hún sameinast Kaldbaksá og Grjótá og þar sem Nautáin safnar til sín lækjum og keldulænum og byrjar að renna austuryfir, en það- an er leið hennar stutt en ævintýrarík, fyrst eftir mýrardæld en síðan um 260
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.