Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 57

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 57
Út œviminningum Krókárgerði fór í eyöi 1898, en Hálfdanartungur 1878, þar var búið um langan aldur. Árið 1868 flytja þaðan hjónin Árni Bjarnason og Kristín Guðmundsdóttir og höfðu verið þar í húsménnsku og fluttu til Akureyrar. Árið eftir eru hjón með þessum nöfnum á Kotá á Akureyri, var Árni sá sagður gáfumaður, en blásnauður, og var um hann kveðið, Árni á Kotá á það hér, sem ekki fýkur, en af því hann er ekki ríkur, úr því verður skítur. Ylur minninganna í Öxnadal norður, þar sem allar jarðir framan Hólanna að tveim undan- skildum, eru nú í eyði, var búið um aldir. Þar hafði fólk lifað sínu snauða lífi og fábreytilega, án vonar um jarðneska sælu, en með þá köldu vissu í hjartanu, að þarna átti það heima og þar varð það að berjast fyrir lífinu. Ekki veit ég hversu miklum breytingum búskapur í þessum dalbotni hafði tekið í lok aldanna, þegar þar bjó faðir minn, Emil Petersen, árið 1915- 20 á fremstu bæjunum í dalnum, Bakkaseli og Gili. En sennilega hefur sá búskapur að flestu leyti verið endurtekning mörg hundruð búskaparára. Ég var tötradrengur hjá föður mínum þessi ár og hjá ráðskonu hans Guð- nýju Jónsdóttur, ár mikilla harðinda og fátæktar, og hef hér með undan- skrifuðu lýst því hvað bjargazt var við á löngum vetrum mikilla fanna og síðkomnum sumrum, sem oft hurfu með öllu undir snjó um fyrstu göngur. snjó sem varð að skammdegisgaddi. Ég segi frá mínu eigin lífi fram að sautján ára aldri, sem enn var svo nákomið lífi margra kynslóða, sem landið bar vitni í örnefnum og götutroðningum. Sömu leiðir raktar, sömu störf sí- endurtekin, fénaðarferðir í bröttum fjöllum, smalamennskur og göngur, vökur yfir túni og hjásetur eftir fráfærur, heyskapur í uppgrónum skriðum, grýttum, og skepnuhirðing á vetrum. í þessum fjalldölum fann ég gömul smalabyrgi, sem ég hressti við á hverju sumri, þar sem ég sat yfir ánum og hlustaði nið lækjarins sem rann framhjá og á þýða tóna grávíðis þegar hægur vorblær kom frá sól og strauk yfir safarík blöðin. Þarna kraup ég í brekkunum við berjalyngið sem aldrei yfirgaf dalinn og tíndi ber í þeim Ijúfu lautum sem smalar margra alda höfðu kropið við. Sjóndeildarhring- urinn var ekki mjög víður í þessum djúpu dölum, en það var hátt til himins og óskir hjartans voru í ætt við himinblámann og stefndu til fjarlægðar sem fann engan enda. Á Gili gekk búskapurinn í far þess sem var, þar voru engin ný vinnutæki, með kláru var unnið á þýfðu túninu, og það var borið á í handbörum, engar hjólbörur voru til og engin taðkvörn. Svarðartekja var torsótt, langt 263
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.