Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Síða 57
Út œviminningum
Krókárgerði fór í eyöi 1898, en Hálfdanartungur 1878, þar var búið um
langan aldur. Árið 1868 flytja þaðan hjónin Árni Bjarnason og Kristín
Guðmundsdóttir og höfðu verið þar í húsménnsku og fluttu til Akureyrar.
Árið eftir eru hjón með þessum nöfnum á Kotá á Akureyri, var Árni sá
sagður gáfumaður, en blásnauður, og var um hann kveðið, Árni á Kotá á
það hér, sem ekki fýkur, en af því hann er ekki ríkur, úr því verður skítur.
Ylur minninganna
í Öxnadal norður, þar sem allar jarðir framan Hólanna að tveim undan-
skildum, eru nú í eyði, var búið um aldir. Þar hafði fólk lifað sínu snauða
lífi og fábreytilega, án vonar um jarðneska sælu, en með þá köldu vissu í
hjartanu, að þarna átti það heima og þar varð það að berjast fyrir lífinu.
Ekki veit ég hversu miklum breytingum búskapur í þessum dalbotni hafði
tekið í lok aldanna, þegar þar bjó faðir minn, Emil Petersen, árið 1915-
20 á fremstu bæjunum í dalnum, Bakkaseli og Gili. En sennilega hefur sá
búskapur að flestu leyti verið endurtekning mörg hundruð búskaparára.
Ég var tötradrengur hjá föður mínum þessi ár og hjá ráðskonu hans Guð-
nýju Jónsdóttur, ár mikilla harðinda og fátæktar, og hef hér með undan-
skrifuðu lýst því hvað bjargazt var við á löngum vetrum mikilla fanna og
síðkomnum sumrum, sem oft hurfu með öllu undir snjó um fyrstu göngur.
snjó sem varð að skammdegisgaddi. Ég segi frá mínu eigin lífi fram að
sautján ára aldri, sem enn var svo nákomið lífi margra kynslóða, sem landið
bar vitni í örnefnum og götutroðningum. Sömu leiðir raktar, sömu störf sí-
endurtekin, fénaðarferðir í bröttum fjöllum, smalamennskur og göngur,
vökur yfir túni og hjásetur eftir fráfærur, heyskapur í uppgrónum skriðum,
grýttum, og skepnuhirðing á vetrum. í þessum fjalldölum fann ég gömul
smalabyrgi, sem ég hressti við á hverju sumri, þar sem ég sat yfir ánum og
hlustaði nið lækjarins sem rann framhjá og á þýða tóna grávíðis þegar
hægur vorblær kom frá sól og strauk yfir safarík blöðin. Þarna kraup ég í
brekkunum við berjalyngið sem aldrei yfirgaf dalinn og tíndi ber í þeim
Ijúfu lautum sem smalar margra alda höfðu kropið við. Sjóndeildarhring-
urinn var ekki mjög víður í þessum djúpu dölum, en það var hátt til himins
og óskir hjartans voru í ætt við himinblámann og stefndu til fjarlægðar sem
fann engan enda.
Á Gili gekk búskapurinn í far þess sem var, þar voru engin ný vinnutæki,
með kláru var unnið á þýfðu túninu, og það var borið á í handbörum,
engar hjólbörur voru til og engin taðkvörn. Svarðartekja var torsótt, langt
263