Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 78
Tímarit Máls og mcnningar
lítið með ýmsum skipum smátt og smátt í sumar, en ákveður ekki hvenær og
hve mikið. En Einar Jónsson frá Eyrarbakka, sem hér er nú, hef ég talað við
og segist hann ekki geta tekið neitt í sín skip í sumar annað en eigin vörur.
Eftir umtali við hann og Jón Bjarnason bónda, sem hér er að austan, hef
ég fengið [þær] upplýsingar, að ófært er að búast við að geta flutt trjávið-
inn á sanda þá, er þú minntist á. Sömuleiðis að kk sjóðurinn er ekki svo stór
sem ég hélt.
Ég er því í verstu beyglum, þegar ekki fæst flutningur, og ef ég afræð að
kaupa of dýra kk og þannig set þig í vanda. Trjáviðinn get ég fengið lán-
aðan [þar] til í ágúst, en verk allt og fragt af skipi þarf strax að borgast.
Ég hef því afráðið að bíða, þar til skipið kemur í apríl og með því bréf frá
þér, og máske er réttast að láta þetta vera þar til við í sumar getum talað
saman og lagt greinilega niður allt til næsta vetrar. Eins og ég hef lofað skal,
ég sjá um útvegurnar fyrir þig og svo billega sem hægt er. En það er ekki
gaman að setja þig í 4-5000 kr. fjárútlát, einkum ef þú ætlar ekki að vera
kjur í Odda. Líkl[ega] neitar þingið um eftirgjöf á afgiftinni af Odda, og
þá gelur skeð að þér verði erfitt að standa líka í byggingunni. Það var slæmt
þú ekki skrifaðir mér hvað kk ætti og hvað dýra ég mætti kaupa þá nýju, þá
hefði ég meira að rétta mig eftir. Þetta máske kemur með næsta pósti allt
saman, og þá haga ég mér þar eftir.
Fréttir kemst ég ekki til að skrifa, enda fáar merkilegar. Þjóðstjórn1
Frakka var nærri fallin við dauða Gambetta og auglýsing Napoleons keisara-
frænda, en nú er þetta komið á betra veg og föst stjórn komin á aftur. Hér2
stríðast vinstri og hægri menn alveg eins og áður, svo ekkert gengur eða
rekur.
Tíðarfar ágætt í vetur hér, óskandi að sama væri heima. - Mér líður vel
nema að ég hef of mikið að gjöra. - Ég bið þig að lesa í málið þessar flýtis-
línur. Kveð ég þig svo beztu vinarkveðju og óska að þú ekki hafir vandræði
af því sem ég afræð fyrir þig í þessu máli. -
Þinn vin
Tr. Gunnarsson.
Ég þakka þér tvö bréf meðtekin, annað í nóv., annað í febr.
1 Þ. e. ríkisstjórn lýðveldisins.
2 Þ. e. í Danmörku.
284