Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 84
Tímarit Máls og menningar
Ef þú verður á þingi, sem ég vona, veit ég að þú verður ekki á móti
mér með brauðamálið. Verst er ef það kemst ekki að þinginu.
Nú sendi ég til blaðanna erfiljóð eftir félaga okkar og vin, séra Björn
Stefánsson.1 Við vorum orðnir gamlir bréfabræður; hann skrifaði mér rétt
áður en hann dó, og þótti mér andi hans eins og kominn á flótta og grunaði
brest á heilsu hans og huga.
Mikið hamast Eggið hann frater þinn;2 séra Skúli segir hann sé eins
og mæðrum sé títt að vera, ætíð beztur yngsta krakkanuin, enda hafi hann
á þremur árum átt þau þrjú: 1. pöntunarverzlun. 2. síldarfélagið og 3.
þilskipafiskifélagið. En það má hann eiga, að hans framkvæmd er meiri
en flestra, sem nú eru uppi, meiri en 20 Skúla og Mattíasa (sic) til sam-
ans, og vel er hann látinn hjá Sunnlendingum, þó hann þyki miðlungi
„sikker“ í pöntununum. Hann hefur líka hjálpað hér um mörg þúsund
krónur, sem annars hefði drepizt niður í felli fyrir ekkert og drepið annað
með sér.
Sárgrætilegt er að koma ekki brúm á árnar, svo lengi drottnar hér sultur
og seyra.
Fyrirgefðu flaustrið. Heilsaðu skáldinu frænda þínum. Nú er Rvíkur-
pressan öll á móti mér, einkum Jón Ólafsson, sem fékk hjá mér spottvísu
í vetur, þegar Skuld giftist Þjóðólfi.3
Þ. elsk. Matthías.
Odda 4. ág. 1883.
Elsku vin!
Ég hef annað veifið verið að hugsa um mína kirkju og niðurstaðan er
orðin að ég neyðist til að eiga allt við Bakka kaupmenn, Thorgrimsen
& Leofolii4 — ég verð upp á þá kominn hvort sem heldur er. Ég sé nefnilega,
að ég set þig í vanda og undir eins sjálfan mig. En við það að kaupa óhöggv-
inn viðinn fluttan til Ebakka spara ég ca. 1000 kr., þannig að ég þarf ekki
1 Björn Stefánsson (1844-1877) prestur á Sandfelli. Sonur Stefáns Eiríkssonar al-
þingismanns f Árnanesi.
2 Eggert Gunnarsson, bróðir Tryggva, mikill athafnamaður og braskari í Reykjavík
nm þessar mundir. Varð stórskuldugur og hvarf erlendis fáum árum síðar.
3 Þegar Jón Ólafsson keypti Þjóðólf af Kristjáni Þorgrímssyni, sameinaði hann
blöðin, Skuld og Þjóðólf.
4 Guðmundur Thorgrimsen var verzlunarstjóri („faktor") hjá Lefolii á Eyrarbakka
1847-1887.
290