Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Side 86
Halldór Halldórsson
Andmælaræða
Við doktorsvörn Helga Guðmundssonar í Háskóla Islands 8. september 1973.
Ekki minnist ég þess að hafa hlýtt á
nokkra doktorsvörn við Háskóla ís-
lands, án þess að að minnsta kosti
annar andmælandinn hafi tekið fram,
að í orðinu andmælandi lægi, að
honum hæri að gagnrýna ýmislegt —
helzt margt, í ritgerð doktorsefnis. Ég
hefi, að minnsta kosti upp á síðkast-
ið, talið þessa skoðun ranga. Frá
minum bæjardyrum séð er það hlut-
verk andmælandans að brjóta ritverk
það, sem frammi liggur til varnar, til
mergjar, reyna að meta, hvað er
því til lofs og lasts. í samræmi við
þessa skoðun mína mun ég reyna að
lýsabókinni og segja ekki síðurkostá
henni en löst. Að minni hyggju yfir-
gnæfa kostirnir lestina, og því mun
hera meira á því, sem ég hefi um þá
að segja. Markmið allrar fræði-
mennsku er leit að sannleikanum.
Bók doktorsefnis fullnægir þessu skil-
yrði, og í mörgum tilvikum má full-
yrða, að hann hafi komizt að réttri
niðurstöðu, þó að ýmislegt í bókinni
orki tvímælis.
Segja má, að ritgerðin sé ekki stór
í sniðum. Hún er aðeins 140 bls. í
átta blaða broti, en efni hennar er
forvitnilegt og varðar ekki aðeins ís-
lenzka og aðra indógermanska mál-
fræði, heldur mörg önnur tungumál.
Það er efni bókarinnar, sem markar
stærð hennar. En þess her þó að gæta,
að doktorsefni þjappar efni sínu sam-
an, skrifar mjög knappan stíl. En tek-
ið skal fram, að stíllinn er einstaklega
skýr og ber vitni um ljósa hugsun. Þá
ber þess að geta, að hér er um að
ræða fyrstu kerfisbundnu rannsókn-
ina á tvítölu í íslenzku, og þessi rann-
sókn er gerð af svo mikilli vand-
virkni, að ég hefi vart komizt í kynni
við gallaminni doktorsritgerð. Ég
þekki ýmsar ritgerðir, sem meiri veig-
ur er í, varpa ljósi á stærri og viða-
meiri viðfangsefni, en enga, sem erf-
iðara er að bendla við flaustur eða
fúsk.
Bók doktorsefnis er þesis, en í því
felst, að ritgerðin stefnir fyrst og
fremst að einu marki, felur í sér boð-
skap eða kenningu og rökstuðning
hennar. En menn skyldu athuga, að
kenningar eru margar fallvaltar og
eiga oft fyrir sér að deyja. Ég hygg
þó, að meginatriði þessarar bókar
eigi fyrir sér að standa. En vitan-
292