Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 100
Tímarit Máls og menningar íhþ. Telur Brugmann, að merking fornafnanna hafi bliknað við sam- stöðuna við orð eins og báðir og tveir, sem merkingarlega eru tvítala. Undir þessa skýringu tók síðar Kluge, sbr. bls. 95. Doktorsefni bendir réttilega á, að ef þessi skýring væri gild, mætti bú- ast við, að orðasambönd af fyrr greindu tæi væru algeng rétt fyrir breytiskeiðið og á því. Hann kveður þessu ekki til að dreifa. Ef hann hefir rétt fyrir sér um það, en slíkt tel ég ástæðulaust að efa, kemur þessi skýring Brugmanns og Kluges ekki til greina, að því er varðar íslenzku. Mér virðist það yfirleitt kostur á fræðilegri ritgerð að rekja skoðanir, sem áður hafa fram komið um efnið. Þessari stefnu fylgir doktorsefni. En að mínu mati ber ekki að beita þess- ari reglu í blindni. Þannig hygg ég, að það hefði verið öllum til góðs að láta hjá líða að geta skýringar Pers Tyldens á bls. 96. Samkvæmt skoð- un Tyldens hefir tvítöluform haldizt sem fleirtala í máli lítilla einangraðra samfélaga, svo sem í færeysku, ís- lenzku og norskum mállýzkum. I slík- um litlum einangruðum samfélögum, telur Tylden, að tvítölufornöfn komi oftar fyrir. Höfundur getur þess, að Tylden sé ekki algerlega sannfærður um þessa skoðun. En sjálfur segir doktorsefni frá skýringunni athuga- semdalaust, þó að greinilegt sé, að hann geri ekkert með hana. Ur því að hann getur kenningarinnar, tel ég, að hann hefði átt að fella um hana dóm. Fyrir fram tel ég eðlilegt að gera ráð fyrir, að hlutfallslega jafn- margar tvenndir, t. d. hlutfallslega jafnmörg hjón, séu í hverju þjóðfé- lagi á okkar menningarsvæði. Ef kenning Tyldens væri rétt, væru tvenndirnar hlutfallslega fleiri í litlu samfélagi og tvítöluformið því hlut- fallslega meira notað. Til þessa þarf félagslega rannsókn. Ég hirði ekki að rekja þetta nánara, en vil taka fram, að þessi kenning orkar hlægilega á mig. Og ég hefði talið það mak- legt, að doktorsefni kvæði þennan draug niður, úr því að hann hleypti honum inn í ritgerð sína. Kenning Oscars Bandles, bls. 96, að hér sé um norsk áhrif að ræða, fær ekki staðizt, eins og höfundur bendir á, þar sem hér voru engin - eða svo til engin - norsk menningar- áhrif á þeim tíma, sem breytingin varð. Allt annað verður uppi á teningn- um, þegar athugaðar eru skýringar doktorsefnis sjálfs á fyrirbærinu. Hann bendir á — eins og áður var rakið - að fleirtöluformin hafi verið orðin margræð þegar í fornmáli, þ. e. að c hafi getað táknað eintölu, tvítölu og fleirtölu. Þessi margræðni olli ekki svo mikl- um erfiðleikum, meðan t. d. c (fleir- töluform) í merkingu a (eintölu- merkingu) var fátíð, þ. e. véranir 306
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.