Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 101
Andmœlarœða voru aðeins notaðar af fáum ein- staklingum og fámennum stéttum (konungum, biskupum, skáldum) og þéranir notaðar við fámennar stéttir einnig, helzt „ríkar persónur“. Það lítur út sem höfundur geri lítið úr kenningu Meillets og Hirts, að menningarþróun hafi stuðlað að breytingunum. En í rauninni beitir hann menningarsögulegum rökum við skýringu sína. Vitanlega er það menningarsöguleg þróun, sem hann bendir á og sýnir ótvíræð dæmi um á bls. 63, að þéranir voru orðnar algengar á 17. öld, og vafalaust er hér að þessu leyti um einhver erlend áhrif að ræða, þó að ekki séu þau norsk. Þéranasiðurinn gerði það að verkum, að miklu fleiri setningar urðu margræðar, og stuðlaði þannig að því, að erfitt var að nota þér sem fleirtölu. Til þess að forðast margræðnina hafa menn gripið til tvítölunnar. Þetta er í samræmi við þá niðurstöðu doktorsefnis, að hreyt- ingin hafi fyrst orðið í 2. persónu. Eg hygg þessa niðurstöðu doktors- efnis rétta. Hins vegar sýnir hann ekki, að véranir hafi aukizt, og má því segja, að sú skýring hans, að hér sé á ferðinni áhrifsbreyting, standi ekki eins traustum fótum, sbr. bls. 98. Ég fullyrði ekki, að ekki mætti renna styrkari stoðum undir skýr- ingu höfundar. Einkum virðist mér, eins og ég hefi raunar tæpt á, að hann gefi ekki menningarsögulegum atriðum nægan gaum. Ég held, að við verðum að frumhæfa — postulera - að hér hafi verið á ferðinni ný tízka í notkun fornafna og reyna síðan að sanna hana eða afsanna með rannsókn, t. d. á því hvers vegna færðust þéranir í aukana, hvort vér- anir færðust í aukana eða ekki o. s. frv. í þessu sambandi detta mér í hug auknar þúanir nú á dögum. Því hefir verið haldið fram, að auknar þúanir hafi hafizt á íslandi á dög- um síðari heimsstyrj aldarinnar fyrir hrezk-bandarísk áhrif eða öllu held- ur fyrir misskilning á e. you og yfir- leitt engilsaxneskum ávarpssiðum, sbr. Oscar Jones í Scandinavian Stu- dies. Vol. 37 (1965), hls. 251-252. Það má vel vera, að eitthvað sé til í þessari kenningu. En um fram allt, hygg ég, að hinar auknu þúanir nú á dögum eigi rætur í breyttri lífsaf- stöðu, sem að sumu leyti er af erlend- um rótum, en öðru leyti ekki. Minni kynslóð, að minnsta kosti þeim hluta hennar, sem uppalinn er við svipuð skilyrði, er eiginlegt að þúa suma, en þéra aðra. Mörgu ungu fólki nú á tímum virðist þetta fordild. Ég hygg, að þetta sé aðeins eitt ein- kenni um breytta menningarháttu, og það skiptir ekki máli hér, hvort ég tel þetta til góðs eða ills. Það, sem máli skiptir, er hitt, hvort einhver afstöðubreyting í menningarlegum efnum hafi orðið hér á 17. öld og orsakað auknar þéranir og ef til vill 307
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.