Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1973, Page 118
Tímarit Máls og menningar til hafði hún gert sig ánægða með að bera fyrir sig ríkisstjómir, sem oftast höfSu ekk- ert saman að sælda við þjóð sína! Því var logið til í inngangi samningsins, að hann miðaði „að því að tryggja frið í Ameríku“! Frið í Ameríku? Auk þess var fyrsta grein samningsins fordæming á styrj- öldum. Ákvæðum samningsins um hernaðarleg efni var holað niður í þriðju grein, þar sem öll Ameríkulýðveldin hétu Bandaríkjunum stuðningi ef á þau yrði ráðizt. Afgangurinn er rugl; til dæmis ákvæðið sem mælir svo fyrir, að ekki verði krafizt að herafla neins ríkis verði beitt gegn vilja þess. Ágætt. Okkur er þá ætlað að berjast í styrjöld án her- afla. Og Guð hjálpi þeim sem því neita! Nú eftir að búið var að undirrita hinn sameiginlega samning um hervæðingu aðildar- ríkjanna til varnar Bandaríkjunum, vantaði ekki annað en spaugilega viðleitnina til að ítreka hinar lagalegu og fjárhagslegu skuldbindingar hvers ríkis um sig. Allar sardín- urnar yrðu að gera sérstakan samning við hákarlinn. Það dró hvorki til styrjaldar í ágúst 1947, né í ágúst 1950, né ágúst 1955, né í ágúst 1961. Við höfum beðið eftir stríðinu í fimmtán ár. En haldið er áfram að gera sérsamn- inga um hernaðarmál. Við Uruguay 1952; við Nicaragua 1953; við Honduras 1954; við Guatemala og Costa Rica 1955. Eins og ljóst má vera er nægur tími til stefnu. 1956 gerði Eisenhower nýja tilraun til að sannfæra Mexíkó um nauðsyn þess að láta að vilja Banda- ríkjanna. Æ, styrjaldarhættan er svo augljós . . . Við vitum aðeins fátt eitt um hina skuggalegu sérsamninga um hemaðarmálin, því að oftast hefur verið svo um hnútana búið, að algjör leynd hefur hvílt yfir ljósfælnustu ákvæðum samningsins. Þess vegna ættum við að vera þakklát ríkisstjóm Uruguay og almenningi þar í landi. Þegar samningsuppkastið var lagt fyrir forseta Uruguay, Artiga, var okkur sá mikli greiði gerður að ákvæði hans voru birt. Það var engin furða að íbúar Uruguay þustu út á strætin og höfðu í heitingum, efndu til uppþota gegn þessari tilraun til að sá spillingu meðal friðsamrar menningarþjóðar; gegn hervæðingu lands sem hafði engan her; gegn arnarklónum sem ekki varð leynt. Okkur er kunnugt af ákvæðum samningsins milli Uruguay og Bandaríkjanna að hann var freklegt brot á stofnskrá Sameinuðu þjóðanna, sem Bandaríkin undirrituðu hátíð- lega og virðast halda í heiðri - utan endimarka Suður- og Mið-Ameríku. Ákvæði samn- ingsins stönguðust líka á við samning Ameríkuríkjanna frá Quintadinha, hunzuðu Or- yggisráð þeirra og lögðu Uruguay á herðar sérstakar skyldur óviðkomandi samvinnu Ameríkulýðveldanna - og jafnvel andstæðar sameiginlegum hagsmunum þeirra. Með öðrum orðum: öllum lýðveldunum er gert að halda sig innan vébanda kerfisins, til að Bandaríkin geti dregið þau hvert um sig út úr dilknum og tryggt sér með þving- unum ákveðinn atkvæðafjöldi (hernaðarsamningarnir eru hinar harðvítugustu þving- ur), eða tryggt enn betur meirihlutafylgi meðal Ameríkuríkjanna. Þau ríki sem undirrita sérstaka samnninga við Bandaríkin þurfa ekki að bíða eftir - né gætu þau hlýtt - samþykktum Ameríkuríkjanna. Þau verða umyrðalaust að leggja af mörkum auðlindir sínar og hráefni til stuðnings aðgerðum Bandaríkjanna á Formósu, í Indó-Kína, í Þýzkalandi, í Kóreu - einkum og sér í lagi ef kenningin um „styrjöld til að koma í veg fyrir styrjöld" verður ofan á, en það er kenning sem hefur endaskipti á hug- takinu „árás“ og öllum herfræðihugmyndum um „varnir"... 324
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.