Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 12

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 12
Tímarit Máls og menningar En þrátt fyrir myrkur nútíðarinnar endar kvæðið á styrkri og bjartsýnni von, sá sem talar er þess fullviss að sólin gisti hann aftur. Þessi grunnhugsun um bjarta fortíð, dimma nútíð og von um bjarta framtíð er mjög rík í kveðskap Snorra. En hyggjum að þrenningunni í þessu kvæði. Landið, náttúran, er grunn- mynd þess. Það byggir aðallega á þremur náttúrumyndum, skógarmynd, mynd sólar og dægraskipta og svanamynd. Þetta þrennt er fléttað saman í sterka heild sem ber uppi tilfinningalega framvindu ljóðsins. Þjóðin, sagan, menningin, er til staðar í kvæðinu með nokkuð dulari og óbeinni hætti. Heiti þess, / Úlfdölum, vísar okkur á Völundarkviðu og við sjáum að Völundarsögnin hefur verið lögð til grundvallar. Völundur var hamingju- samur smiður en síðan hnepptur í fjötra sem hann leysti af sér með list sinni og flaug á braut. Völundur, hagleikssmiðurinn mikli, er einnig sannur fulltrúi hugmyndar Snorra um skáldið sem hagleiksmann, sem smið — hagsmið bragar eins og Bragi gamli Boddason kemst að orði — en það er hugmynd sem ekki einungis er til staðar í öllum skáldskap Snorra í ófrávíkjanlegri kröfu hans um fágun og fegurð smíðisgripa sinna, heldur kemur hún einnig fram beint, t. d. í Það kallarþrá, þar sem hann hvetur sjálfan sig: Dvel eilífð fjallsins háður við aflinn smiður, málmur, loginn rauður, og slá í órofsönn ef ekki sverð, þá gullin stef á skjöldu! Við getum þannig séð Völund í kvæðinu / Úlfdölum sem persónugerving skáldsins Snorra sjálfs og lesið kvæðið sem persónulegt uppgjör hans við list sína og líf. En vegna þess hve náttúrumyndirnar og Völundarsögnin fjarlægja ljóðið sem smíðisgrip persónu skáldsins sjálfs fær það fyrst og fremst almenna skír- skotun og við sjáum endurspeglast í því ekki aðeins lífsskilyrði hverrar mann- eskju og listamannsins sérstaklega, heldur einnig sögu allrar þjóðarinnar frá gullöld í árdaga gegnum þrengingar og gerningamyrkur til nýrrar vonar. Og við sjáum einnig að hvað þessa byggingu snertir er I Úlfdölum náskylt Völuspá. Við sjáum þá heilögu þrenningu sem ég hef gert að umtalsefni ef til vill ennþá skýrar í því kvæði sem kcmur næst á eftir I Úlfdölum og ber yfirskriftina Jónas Hallgrímsson. Þó að hvergi sé minnst á Jónas í þessu kvæði né beint vikið að ævi hans og skáldskap hygg ég að okkur mundi ekki dyljast um hvað þetta kvæði er, jafnvel þótt heiti þess benti okkur ekki á það. 130
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.