Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 26
Tímarit Má/s og menningar felst í því að segja hið „undursamlegasta“ (sem Ibsen kallar svo í Brúðuheim- ilinu) með þvi að fella allt undan nema þá drætti sem virðast tilviljunin sjálf; og óendanleikann.6 „Aðalatriðið", segir hann, „má aldrei segja með orðum, því um leið og það er sagt, þá er það ekki leingur til; eða réttara sagt: orðið til — og óendanleikinn á enda.“7 Út frá þessari skáldlegu skilgreiningu Halldórs Laxness á sambandi orða og aðalatriðis, tilviljunar og óendanleika, er mjög gott að ganga þegar greina skal ljóð Snorra. í knöppu máli lýsir það hversdagslegum atburði, tilviljun sem gæti hent alla. Maður er einn á ferð um heiði, það er kvöld og hann nær ekki áfangastað fyrir myrkur. Hann finnur sér hlýlegan stað við læk, þar sem hann stansar og kveikir eld. Þessi hlutlæga ytri lýsing rennur smám saman yfir i hugsanir mannsins. í því sem virtist tilviljunin ein opnast ókunn vídd. Ferða- lagið er ekki lengur ferð þess eins sem i ljóðinu talar, heldur er það ferð sem varðar okkur öll. Það er mjög athyglisvert að bera skoðanir Halldórs Laxness á eðli og aðferð ljóðs saman við kenningu þýska bókmennta- og félagsfræðingsins Theodor Adorno, sem hann færir rök að í fyrirlestri sínum um ljóð og samfélag.8 I staðinn fýrir svo skáldlegt tal sem „tilviljun“ og „óendanleiki“ notar Adorno hugtökin pað einstaklingsbundna og pað almenna. Óendanleikinn hjá Laxness á við þann eiginleika ljóðsins að geta tjáð hið kosmíska, tilvist mannsins í heiminum á öllum tímum, en skilgreining Adornos á því almenna er fyrst og fremst af þjóðfélagslegum toga. Öll góð ljóð, segir hann, eiga sér rætur í almennri reynslu, eiga sér sam-mannlegan undirstraum, og það er þess vegna sem þau höfða til annarra en skáldsins sjálfs í sínum einræðum og ljóðagerð er yfirleitt möguleg sem listgrein. Þróun ljóðagerðar sem bókmenntategundar setur Adorno í samband við vaxandi iðnvæðingu. Það er ekki fyrr en með firringu mannsins frá náttúrunni að lýrikk kemur upp sem hreinræktuð bókmenntategund, en hafði áður aðeins komið fyrir hjá einu og einu skáldi eða sem hluti í frásagnarkvæðum. I sérhverju ljóðrænu ljóði á sér stað það sem Adorno á þýsku kallar „Bruch“, og einfaldlega mætti þýða á íslensku með orðinu „brot“. Og það sem þetta brot tjáir er draumur um heim sem er öðruvísi. Hið ljóðræna e'g, sem í kvæðinu talar og virðist vera í jafnvægi og sátt við allt og alla, er það aðeins á yfirborðinu. I rauninni talar það gegn þeim heimi sem það lýsir og setur sig í andstöðu við hann. Að áliti Adornos er sú lýrikk hreinust — og þá jafnframt best — sem ekki tekur þessa togstreitu milli einstaklings og samfélags til beinnar umræðu, en lætur 144
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.