Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 28

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar Eldur er hefðbundið tákn eyðingar og upprisu, tákn þess sem sættir líf og dauða. Sama hlutverki gegnir vatnið, sem sprettur upp úr lækjardraginu, sam- timis sem það streymir fram og hverfur. Eldur og vatn eru ósættanlegar andstæður og einnig tvær af höfuðskepnum náttúrunnar. Þannig verður myndin af logunum og straumnum, sem eru aðskilin en samt eitt, að sterku tákni um sköpunina, hina eilífu hringrás lífs og dauða. Þessi táknræna merking styrkist við biblíu-boðháttinn Sjá, sem gerir upplifun eg-sins af eldinum að opinberun og vísar jafnframt út fyrir sjálft ljóðið með því að hvetja lesandann til að horfa með. Hið eilífa sköpunarferli má ekki aðeins sjá í myndinni af eldinum og vatninu, heldur einnig í lýsingunni á lífi mannsins í báðum hlutum kvæðisins. Bæði sá sem í ljóðinu talar og mannsbamiá eru á leið yfir sömu heiði, sem verður hér að tákni heimsins. Hið hliðstæða — og þar með hið almenna — í stöðu þeirra kemur skýrt fram í þeirri spegilafstöðu sem þessir hlutar eru í hvor til annars. í þeim báðum kemur orðið heiði fyrir á tilsvarandi stað og í sömu hrynjandi: haustkaldri nðtt á heiði: mannsbam á myrkri heiði. Það sem skilur er að ég-ið nemur staðar við ferðarlok, en mannsbarnið er ennþá einhvers staðar á leiðinni. Þannig endurnýjar lífið sig á sama hátt og eldurinn og lækurinn. Þessi hringrás lífsins, ferðin sem lýkur og heldur áfram um leið, kemur einnig fram í Jirynjandi ljóðsins, í spennunni sem skapast milli hreyfingar þríliðanna fram á við — (J og ferliðanna sem loka — U —: — u u — — u u — — u u — — u u — dimmir af nótt, rödd hans og glit, vitjaðu mín, leiðina heim. Oft markar lokaáhersla ferliðarins samtímis upphaf nýs bragliðar, og hrynj- andin sýnir þannig lokun og opnum í senn: — u u — u — u — u u — u haustkaldri nótt á heiði, fýlgdu svo læknum. Svipuðu hlutverki gegnir stuðlasetningin og aðrar endurtekningar sem heyra til formi ljóðsins, og þá ekki síst innrímið (t. a. m. dvald, kald, eld, fylgd; sam, straum, verm, heim\kvos, les, rís\ brot, glit, vit), sem segja má að glitri i ljóðinu líkt og eldurinn í læknum um leið og það bindur það saman í órofa heild. Sjálft ljóðið er einnig sköpun, sem ekki lýkur. Síðustu ljóðlínuna vantar, þar sem við hefðum vegna byggingar kvæðisins getað búist við henni. I staðinn kemur þögn sem vekur með okkur tilfinningu um óendanleika og áframhald. 146
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.