Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 28
Tímarit Máls og menningar
Eldur er hefðbundið tákn eyðingar og upprisu, tákn þess sem sættir líf og
dauða. Sama hlutverki gegnir vatnið, sem sprettur upp úr lækjardraginu, sam-
timis sem það streymir fram og hverfur. Eldur og vatn eru ósættanlegar
andstæður og einnig tvær af höfuðskepnum náttúrunnar. Þannig verður
myndin af logunum og straumnum, sem eru aðskilin en samt eitt, að sterku
tákni um sköpunina, hina eilífu hringrás lífs og dauða. Þessi táknræna merking
styrkist við biblíu-boðháttinn Sjá, sem gerir upplifun eg-sins af eldinum að
opinberun og vísar jafnframt út fyrir sjálft ljóðið með því að hvetja lesandann til
að horfa með.
Hið eilífa sköpunarferli má ekki aðeins sjá í myndinni af eldinum og vatninu,
heldur einnig í lýsingunni á lífi mannsins í báðum hlutum kvæðisins. Bæði sá
sem í ljóðinu talar og mannsbamiá eru á leið yfir sömu heiði, sem verður hér að
tákni heimsins. Hið hliðstæða — og þar með hið almenna — í stöðu þeirra
kemur skýrt fram í þeirri spegilafstöðu sem þessir hlutar eru í hvor til annars. í
þeim báðum kemur orðið heiði fyrir á tilsvarandi stað og í sömu hrynjandi:
haustkaldri nðtt á heiði: mannsbam á myrkri heiði. Það sem skilur er að ég-ið
nemur staðar við ferðarlok, en mannsbarnið er ennþá einhvers staðar á leiðinni.
Þannig endurnýjar lífið sig á sama hátt og eldurinn og lækurinn.
Þessi hringrás lífsins, ferðin sem lýkur og heldur áfram um leið, kemur einnig
fram í Jirynjandi ljóðsins, í spennunni sem skapast milli hreyfingar þríliðanna
fram á við — (J og ferliðanna sem loka — U —:
— u u — — u u — — u u — — u u —
dimmir af nótt, rödd hans og glit, vitjaðu mín, leiðina heim.
Oft markar lokaáhersla ferliðarins samtímis upphaf nýs bragliðar, og hrynj-
andin sýnir þannig lokun og opnum í senn:
— u u — u — u — u u — u
haustkaldri nótt á heiði, fýlgdu svo læknum.
Svipuðu hlutverki gegnir stuðlasetningin og aðrar endurtekningar sem heyra
til formi ljóðsins, og þá ekki síst innrímið (t. a. m. dvald, kald, eld, fylgd; sam,
straum, verm, heim\kvos, les, rís\ brot, glit, vit), sem segja má að glitri i ljóðinu líkt
og eldurinn í læknum um leið og það bindur það saman í órofa heild.
Sjálft ljóðið er einnig sköpun, sem ekki lýkur. Síðustu ljóðlínuna vantar, þar
sem við hefðum vegna byggingar kvæðisins getað búist við henni. I staðinn
kemur þögn sem vekur með okkur tilfinningu um óendanleika og áframhald.
146