Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 29
Mannsbarn á myrkri heiði
IV
Fram að þessu hefur ljóðið ekki sýnt annað en fegurð og samræmi. En sam-
kvæmt Adorno felur sérhvert ljóð í sér „brot“. Jafnvægið í „Mér dvaldist of
lengi“ verður heldur ekki aðskiiið frá því sem ljóðið þegir um, sem er vitundin
um heim sem hindrar þetta jafnvægi.
Heiði sem tákn heimsins sjáum við einnig í nafni ljóðabókarinnar. Á Gnita-
heiði er ótvíræð vísun í germönsku sögnina um gull Gjúkunga og þá bölvun
sem það flutti með sér. Það var á heiði með þessu nafni sem ormurinn Fáfnir lá
á gullinu og hetjan Sigurður barðist til þess. Gnitaheiði með banvænt gull sitt
verður myndræn lýsing á auðvaldsþjóðfélaginu þar sem peningarnir ráða. í
þessu samhengi fær spá Fáfnis fyrir Sigurði í „Fáfnismálum“ aukna merkingu:
it gjalla gull
ok it glóðrauða fé,
þér verða þeir baugar at bana.9
Það sem fyrst og fremst einkennir heiðina í „Mér dvaldist of lengi“ er
myrkrið, og það er í því sem maðurinn ferðast. I ljóðabókinni er einnig að finna
kvæði með nafninu „A Gnitaheiði", sem vísar beint til „Fáfnismála", og þar er
gullið tengt myrkri og nótt í áhrifamikilli myndhverfingu: Myrknœttið skríóur
úr höllhinsglóðrauða gulls (bls. 65). Það ergullið, auðurinn, sem er upphaf þessa
myrkurs. I „Mér dvaldist of lengi“ villist mannsbarnið í myrkrinu, og það er
einnig vegna myrkursins sem segjandi kvæðisins neyðist til að nema staðar án
þess að hafa náð á leiðarenda.
Markmið ferðarinnar fýrir bæði mannsbarnið og íg-ið er heim. En ásamt
ferðaminninu er heimferðarminnið eitt af algengustu minnum í ljóðum Snorra
Hjartarsonar. í Ferð (bls. 106) tengir hann það hringrás lífsins:
Hver vegur að heiman
er vegur heim.
Það sem myrkrið á heiðinni truflar er hvorki meira né minna en sjálf hringrás
lífsins. Mannsbarnið hefur slitnað burt úr eðlilegu samhengi sínu, hefur misst
samband við uppruna sinn og er orðið firrt gagnvart sjálfu sér jafnt sem öðrum.
í „Mér dvaldist of lengi“ má þannig sjá vitund um firringu og einangrun
mannsins í auðvaldsþjóðfélagi samtimans.
147