Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 29
Mannsbarn á myrkri heiði IV Fram að þessu hefur ljóðið ekki sýnt annað en fegurð og samræmi. En sam- kvæmt Adorno felur sérhvert ljóð í sér „brot“. Jafnvægið í „Mér dvaldist of lengi“ verður heldur ekki aðskiiið frá því sem ljóðið þegir um, sem er vitundin um heim sem hindrar þetta jafnvægi. Heiði sem tákn heimsins sjáum við einnig í nafni ljóðabókarinnar. Á Gnita- heiði er ótvíræð vísun í germönsku sögnina um gull Gjúkunga og þá bölvun sem það flutti með sér. Það var á heiði með þessu nafni sem ormurinn Fáfnir lá á gullinu og hetjan Sigurður barðist til þess. Gnitaheiði með banvænt gull sitt verður myndræn lýsing á auðvaldsþjóðfélaginu þar sem peningarnir ráða. í þessu samhengi fær spá Fáfnis fyrir Sigurði í „Fáfnismálum“ aukna merkingu: it gjalla gull ok it glóðrauða fé, þér verða þeir baugar at bana.9 Það sem fyrst og fremst einkennir heiðina í „Mér dvaldist of lengi“ er myrkrið, og það er í því sem maðurinn ferðast. I ljóðabókinni er einnig að finna kvæði með nafninu „A Gnitaheiði", sem vísar beint til „Fáfnismála", og þar er gullið tengt myrkri og nótt í áhrifamikilli myndhverfingu: Myrknœttið skríóur úr höllhinsglóðrauða gulls (bls. 65). Það ergullið, auðurinn, sem er upphaf þessa myrkurs. I „Mér dvaldist of lengi“ villist mannsbarnið í myrkrinu, og það er einnig vegna myrkursins sem segjandi kvæðisins neyðist til að nema staðar án þess að hafa náð á leiðarenda. Markmið ferðarinnar fýrir bæði mannsbarnið og íg-ið er heim. En ásamt ferðaminninu er heimferðarminnið eitt af algengustu minnum í ljóðum Snorra Hjartarsonar. í Ferð (bls. 106) tengir hann það hringrás lífsins: Hver vegur að heiman er vegur heim. Það sem myrkrið á heiðinni truflar er hvorki meira né minna en sjálf hringrás lífsins. Mannsbarnið hefur slitnað burt úr eðlilegu samhengi sínu, hefur misst samband við uppruna sinn og er orðið firrt gagnvart sjálfu sér jafnt sem öðrum. í „Mér dvaldist of lengi“ má þannig sjá vitund um firringu og einangrun mannsins í auðvaldsþjóðfélagi samtimans. 147
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.