Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Qupperneq 42
Tímarit Afá/s og mettvingar
fyrir hugskoti hans, ljósmynd sem stóð ein á borði í stofunni. Myndin var
í viðarramma, brúnum, og manninum reyndist auðvelt að einangra hana
frá öðrum fjölskyldumyndum.
Arin liðu, og að lokum var ekkert eftir af konunni í huga mannsins
annað en ljósmyndin, þótt hann hefði veitt henni litla athygli meðan
hann bjó með konunni. Myndin stóð þá bara á borðinu.
Hvers vegna er auðveldara að muna eftir mynd en manneskju? spurði
maðuinn sjálfan sig.
Maðurinn prófaði minnið. Hann reyndi að rifja upp andlit móður
sinnar, sem var látin, en hugur hans hvarf óðar að gamalli mynd af henni.
Eins fór þegar hann reyndi að renna huganum að konunni, eins og hún
var þegar hann fór í fangelsið, en minnið rann óðar að mynd af konunni
á borðinu.
Niðurstaðan var þungt áfall fyrir manninn: hann mundi betur eftir
myndum af konunum, sem hann hafði elskað, en konunum sjálfum. Um
leið efaðist hann um að hann hefði nokkurntíma raunverulega elskað. Sú
hugsun var honum þung raun. Hann sagði samfanga frá þessu, ungum
manni, og hann spurði:
Hvers vegna er mynd af manni raunverulegri í minningunni en mað-
urinn sjálfur? Er mynd af konunni minni mér kærari en konan sjálf?
Eg hef næstum gleymt öllu nema myndum, svaraði ungi maðurinn.
Mynd gerir svip lifandi manns eilífan, en svipur breytist stöðugt. Þar
ræður vilji okkar engu. Það er auðveldara að ráða við mynd en lifandi
mann. Þess vegna sækjum við svona í kvikmyndir og sjónvarp.
Maðurinn sætti sig ekki við svarið. Hann fór til klefa síns og lokaði.
Þegar ég sá móður mina í síðasta sinn hafa augu mín verið ófull-
komnari en ljósmyndavél, tautaði hann einn í klefanum. Engu að síður er
minnið miklu næmara en filma.
Maðurinn lamdi höfðinu í vegginn við þessi heilabrot. Aldrei hefði
hann grunað að slíkar vangaveltur gætu bærst innra með honum, manni
sem hafði bara unnið sín störf, þangað til konan var honum ótrú og hann
lenti í fangelsi.
Árin helltust yfir manninn í fangelsinu, og fegurð konunnar á mynd-
inni jókst í hug hans.
160