Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Page 42
Tímarit Afá/s og mettvingar fyrir hugskoti hans, ljósmynd sem stóð ein á borði í stofunni. Myndin var í viðarramma, brúnum, og manninum reyndist auðvelt að einangra hana frá öðrum fjölskyldumyndum. Arin liðu, og að lokum var ekkert eftir af konunni í huga mannsins annað en ljósmyndin, þótt hann hefði veitt henni litla athygli meðan hann bjó með konunni. Myndin stóð þá bara á borðinu. Hvers vegna er auðveldara að muna eftir mynd en manneskju? spurði maðuinn sjálfan sig. Maðurinn prófaði minnið. Hann reyndi að rifja upp andlit móður sinnar, sem var látin, en hugur hans hvarf óðar að gamalli mynd af henni. Eins fór þegar hann reyndi að renna huganum að konunni, eins og hún var þegar hann fór í fangelsið, en minnið rann óðar að mynd af konunni á borðinu. Niðurstaðan var þungt áfall fyrir manninn: hann mundi betur eftir myndum af konunum, sem hann hafði elskað, en konunum sjálfum. Um leið efaðist hann um að hann hefði nokkurntíma raunverulega elskað. Sú hugsun var honum þung raun. Hann sagði samfanga frá þessu, ungum manni, og hann spurði: Hvers vegna er mynd af manni raunverulegri í minningunni en mað- urinn sjálfur? Er mynd af konunni minni mér kærari en konan sjálf? Eg hef næstum gleymt öllu nema myndum, svaraði ungi maðurinn. Mynd gerir svip lifandi manns eilífan, en svipur breytist stöðugt. Þar ræður vilji okkar engu. Það er auðveldara að ráða við mynd en lifandi mann. Þess vegna sækjum við svona í kvikmyndir og sjónvarp. Maðurinn sætti sig ekki við svarið. Hann fór til klefa síns og lokaði. Þegar ég sá móður mina í síðasta sinn hafa augu mín verið ófull- komnari en ljósmyndavél, tautaði hann einn í klefanum. Engu að síður er minnið miklu næmara en filma. Maðurinn lamdi höfðinu í vegginn við þessi heilabrot. Aldrei hefði hann grunað að slíkar vangaveltur gætu bærst innra með honum, manni sem hafði bara unnið sín störf, þangað til konan var honum ótrú og hann lenti í fangelsi. Árin helltust yfir manninn í fangelsinu, og fegurð konunnar á mynd- inni jókst í hug hans. 160
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.