Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 127

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1981, Side 127
stétt föður, búseta og efnahagur valda miklu um að auðvelda eða torvelda ung- mennum leið til efri stiga menntunar (línurit 11, bls. 112). Menn hafa lengi þótzt vita, að þroska- skilyrði barna innan fyrrgreindra sex starfsstétta væru misjöfn, þó að eðli og umfang þeirrar mismununar lægju ekki ljós fyrir. Hún er almennt skýrð út frá efnahag og viðhorfi fólks til menntunar. Þar sem brauðstritið heimtar alla starfs- orku, er hugurinn bundinn við daglegar áhyggjur. Höfundur sýndi fram á það í fyrri hluta bókar, að börnum menntunar- lítilla foreldra hættir fremur til ótímabærs fráhvarfs úr skóla en þeim, sem eiga menntaða feður og búa við meiri hagsæld. Skilningur á gildi menntunar getur verið foreldrum fjarlægur, þótt skólavegur barnsins sé ekki langur, eins og við á um Reykjavíkurbörn, sem eiga skamma leið í skóla. En hér kemur fleira til. Sá þáttur i persónuþroska barna, sem aðgengilegastur er til að mæla og meta tölfræðilega er að áliti flestra dómbærra manna greindin, sem jafnframt hefir mikla þýðing bæði í námi og starfi. Sigurjón lét mæla greindarþroska hvers barns í rannsóknarhópi sínum og setur niðurstöðuna fram í greindarvísitölu. Hann víkur nú aftur að þessum þætti, en slær þó strax þann varnagla, að engin vissa sé fyrir því, að greindarpróf mæli „greind", enda skorti þetta hugtak „ná- kvæma aðgerðabundna skilgreiningu" og sé þar af leiðandi ekki mælanlegt (bls. 119). Það er engin nýjung, að menn taki greindarprófum með varúð, að minnsta kosti í Evrópu, þar sem þau eru upp runn- in. Varfærnin sprettur þó ekki af því að Umsagnir um bcekur skilgreining á greind skorti, heldur af því að prófunin er of gróf og getur eðli sínu samkvæmt ekki náð til allra þátta, einkum háþróaðrar greindar. Með greindarprófi Wechslers fyrir börn finnur höfundur þó það, sem hann bjóst við og er i samræmi við niðurstöður af öðrum þáttum rann- sóknarinnar. Meðalgreindarvísitala barn- anna samsvarar í stórum dráttum efnahag og menntunarstigi þeirrar stéttar, sem foreldrarnir teljast til. Sýnt er (töflu 87), hvernig meðalgreindarvísitala hækkar frá stétt 1 með hverju stéttarþrepi uppávið, með undantekningu í 5. stétt, sem sker sig úr hér eins og í fleiri þáttum. Munur á meðalgreindarvísitölu barna úr efstu og lægstu atvinnustétt er skv. rannsókn Sigurjóns 12.4 stig. Svipaður munur hefir áður verið fundinn í stærra úrtaki hjá íslenzkum börnum. Hann er töluvert lægri en fundizt hefir hjá háþróuðum iðnaðarþjóðum, sem búa við eldri og skarpar markaða stéttaskipting. í þessu sambandi er rétt að minna á, að meðal- greindarvísitala á aðeins við um hóp, en segir ekki mikið um einstaklingana, sem mynda hann. I 1. stétt finnast börn með lága en einnig með háa greindarvísitölu; það á einnig við um 6. stétt. Eg tel óþarfa þá varkárni Sigurjóns að forðast orðið greind. Greindarprófum er beitt í því skyni að fá upplýsingar um greindarþroska. Enginn sálfræðingur sem notar þau getur verið í vafa um, að þau greina millli hærri og lægri greindar- þroska. Hitt er álitamál, hversu nákvæm sú greining er, og þvi er full ástæða til að taka smávægilegan mun ekki mjög alvar- lega. I annan stað ber að hafa í hug, að greind er þróunarfyrirbæri; hjá heilbrigðu 245
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.