Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 5

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 5
Adrepur tilgang, það auðveldar líka einstaklingnum að sætta sig við eiginn dauða. Við hættum að lifa, en við höldum áfram að vera til í skerfi okkar til sögunnar eða þróunarinnar eða hvað sem við kjósum að kalla þetta ferli sem framað þessu hefur virst endalaust. Og í virðingu okkar fyrir hinum látnu og samkennd með hinum ófæddu finnum við bæði lífsréttlætingu og hvata til andlegs þroska. An þessara tengsla erum við á flæðiskeri, sem einstaklingar, stéttir, þjóðir og mannkyn. Þarsem íslendingum er tamara að líta á sjálfa sig sem þjóð en mannkyn, getum við nálgast þennan vanda með ofurlítilli hugarleikfimi og spurt: Hvaða áhrif hefði það á íslenskt samfélag ef þjóðin glataði skyndilega sögu sinni og stæði uppi foru'ðarlaus? Hvernig sem við veltum þessari tilgátu fyrir okkur blasir fyrr eða síðar við þessi mynd: Svo framarlega sem íslendingar ætluðu sjálfum sér framtíð, yrðu þeir með öllum hugsanlegum ráðum að endurheimta fortíð sína, þó ekki væri nema með því að búa hana til. En hversvegna? Hvaða máli skiftir okkur það sem liðið er og kemur aldrei aftur? Við þessu er eitt svar í sérflokki: Fortíðin er ekki liðin nema að hluta til; hún er í nútímanum og verður í framtíðinni. Nútími sem kannast ekki við fortíðina í sér er einsog maður sem glatar minni sínu á miðjum aldri. Hann veit ekki hver hann var og hefur því aðeins mjög óljósa hugmynd um hvað hann er og getur orðið. Þessari hugarleikfimi getum við haldið áfram og spurt: Hvaða áhrif hefði það á íslenskt samfélag ef þjóðin vissi fyrir víst að hún ætti sér enga framtíð, að hún ætti að deyja á morgun ásamt mannkyninu öllu. Við þurfum ekki að velta þessu lengi fyrir okkur til að finna að það yrði fremur lágt á okkur risið. An framtíðar hefði líf okkar ekki annan tilgang en að bíða í uppgjöf og vonleysi eftir því að nútímanum lyki. Og má nærri geta hvers virði fortíðin væri á slíkri stund. En hversu mikla framtíð eigum við í raun og veru? Fyrir daga kjarnorku og gereyðingarvopna áttum við ekki aðeins framtíð heldur framtíðirttf. Nú eigum við að vísu tíma framundan, en hann er ótryggur og verður ótryggari með hverju ári. Við eigum með öðrum orðum einhvern tíma í vændum, en hann er ekki framtíðin. Og vegna þessa verður fortíðin veigaminni en áður. Ymsir hafa haldið því fram með gildum rökum að í þessum mun séu fólgin þáttaskil í sögunni; á sama hátt og allt mannlíf mótaðist áðurfyrr af vissunni um framtíð tegundarinnar, hljóti það nú að mótast af hættunni á framtíðarleysi hennar; og fyrir endann á þessari mótun verði ekki séð svo lengi sem þjóðir heimsins komi sér ekki saman um að snúa við blaðinu og útrýma hættunni. Þessi þáttaskil verða ekki negld niður á dagatalið; þau hafa smámsaman orðið að misjöfnum veruleika í vitund manna allt frá stríðslokum. Sú kynslóð sem nú vex úr grasi um allan heim verður snemma að venja sig við þá tilhugsun, að eftilvill nái hún ekki háum aldri, og það sem meira er, að eftilvill muni engar aðrar kynslóðir nokkurntíma ná nokkrum aldri. Og fari svo fram sem horfir mun þess ekki langt að bíða, að þessi tilfinning verði sem mara í sálarlífi hvers einasta manns. Nú þegar eru geðlæknar og sálfræðingar víða um lönd teknir að 123
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.