Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Blaðsíða 8
Tímarit Máls og menningar sameiginlega hættu á tortímingu í náinni framtíð. Eða hvaða hagsmunir ólíkra stétta, þjóða, stjórnkerfa, trúarbragða og svo framvegis eru svo grimmilega gagnstæðir að þeir vegi þyngra en þörf og löngun allra menningarheilda til að lifa af? Kjarnorkumenningin er menning alls mannkyns og kallar á, sem andsvar, annarskonar hugsun og annarskonar pólitík en þá sem við erum vön. Ríkjandi hugmyndakerfi, hvort sem þau kenna sig við íhaldssemi, frjálshyggju, sósíalisma eða kommúnisma, hafa öll reynst ófær um að bregðast við þessum nýja veruleika. Meiraðsegja steinrunnar trúarstofnanir hafa sýnt meiri hæfileika til að átta sig á breyttum aðstæðum, að því er virðist vegna þess að þær hafa haft innanborðs fólk með kjark og getu til að krækja hjá „skynsemi vísindanna“ og spyrja frumspekilegra spurninga af fullri einurð: Hvað er lífið? hvers virði er það? og hvaða ábyrgð berum við á því? Hin póliu'sku hugmyndakerfi hafa afturámóti hvorki ímyndunarafl né innlifunarhæfni, og eftilvill ekki löngun heldur, til að grafast fyrir um merkingu þess verknaðar að svifta mannkynið lífinu, ekki aðeins núlifandi mannkyn heldur einnig allt það mannkyn sem gæti fæðst í tímans rás. Og svo lengi sem þau geta ekki einusinni tekist á við auðlindasóun og náttúruspjöll sem trúlega munu bitna mjög harkalega á kom- andi kynslóðum, er ekki við því að búast að á þeim verði stökkbreyting í þessum efnum. Við getum því ekki gert okkur vonir um að þau bjargi okkur. Björgun okkar gæti hinsvegar verið fólgin í því að við áttuðum okkur á að þau eru ófær um það og breyttum í samræmi við það. Tortímingarhættan elur ekki aðeins af sér ástand sem hér hefur verið kennt við kjarnorkumenningu, hún býður einnig heim róttæku endurmati þeirra gilda sem leitt hafa mannkynið í þessar ógöngur. Og þetta endurmat, sem nú er víða hafið og hefur meðal annars fundið sér pólitískan farveg í friðarhreyfingunum, er ein af forsendum þess að hægt sé að brjótast útúr vítahring vígbúnaðarins, um leið og það er vísir að heimsmenningu sem ætti að minnstakosti að geta orðið svo náttúruleg að hún tæki lífið skilyrðislaust framyfir dauðann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.