Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 9

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 9
Pétur Gunnarsson: Um ríkiskenningu Marx Sérstök greinargerð um ríkið er ekki til frá hendi Marx, hins vegar gengur kenning hans ljóst fram af verkum þar sem hann fæst við að kryfja ákveðin söguleg tímabil og útskýra þau út frá efnahagslegum forsendum. Þau helstu eru Stéttabaráttan í Frakklandi, Átjándi Brumaire Lúðvíks Bónaparte, og Borgarastríðið í Frakklandi. I þessum verkum er leitast við að rekja pólitíska baráttu til hagsmunaárekstra milli þjóðfélagsstétta, sýna fram á hvernig stéttir ákvarðast af efnahagsþróun og með hvaða hætti stjórnmálahreyfingar eru tjáning þessara stétta og hópa. Meginatriði í sambandi við ríkiskenningu Marx er hvernig ríki og stéttabarátta tengjast saman. Með stéttabaráttu er átt við innbyrðis afstöðu stétta í tilteknu framleiðslufyrirkomulagi þar sem einum samfélagshóp er kleift að arðnýta vinnu annarra. Þetta spennuhlaðna ástand þarfnast öryggisventils, hagræðingar, réttlætingar og það er einmitt ríkið sem gegnir þessu hlutverki með þar til gerðum stofnunum: her, embættismannakerfi, hugmyndafræði, osfrv. Ríkið er tæki til að ríkja og þá auðvitað tæki ríkjandi stéttar. Strax í Kommúnistaávarpinu er yfirlit yfir hina almennu söguþróun og leidd rök að því að ríkið sé stéttadrottnunartæki og sú ályktun dregin að verkalýðurinn geti ekki steypt borgarastéttinni af valdastóli nema með því að ná í sínar hendur pólitísku valdi og breyta ríkinu úr borgararíki í verkalýðsríki, þ. e. „öreigarnir skipulagðir sem ríkjandi stétt“. Atburðir sem urðu nánast samtímis útkomu Kommúnistaávarpsins: bylt- ingarhrinan sem reið yfir meginland Evrópu árið 1848, sýndi fram á takmarkanir Kommúnistaávarpsins hvað snerti kenninguna um ríkið og afstöðu verkalýðsbyltingar til ríkisins. Það byltingarlíkan sem Marx hafði í huga var Franska byltingin 1789, hin klassíska borgaralega bylting. Nú er svo háttað um völd borgarastéttarinnar að þau vaxa fram innan samfélags- gerðar lénsskipulagsins þar sem borgarastéttin nær smátt og smátt efnahags- legum undirtökum í kjölfar ytri atburða. Dæmi: fundur Ameríku, siglinga- leiðar til Indlands, og sú aukning á verslun og viðskiptum sem fylgdi í kjölfarið. Hinar borgaralegu byltingar á sautjándu og átjándu öld eru fyrst og fremst staðfesting þessara efnahagslegu valda á hinu pólitíska sviði. Þær 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.