Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 10
Tímarit Máls og menningar eru valdataka og stjórnarfarsbylting stéttar sem hefur þegar náð efnahags- legum undirtökum. Verkalýðsstéttin aftur á móti styðst ekki við nein ámóta efnahagsleg undirtök og bylting hennar og valdataka er því miklu flóknari og torsóttari en byltingar borgarastéttarinnar. Þar við bætist að borgarastéttin er arðráns- stétt eins og forverar hennar (aðallinn) og skilin á milli valdatækja hennar og fyrri arðránsstétta því ekki eins skörp og milli borgarastéttar og verkalýðs sem er ætlað að grundvalla samfélag án arðráns, sameignarskipulagid. I verkum sínum eftir 1852 reynir Marx að draga lærdóma af óförum verkalýðsins 1848 og kemst að þeirri niðurstöðu að verkalýðnum sé ekki nóg að taka völdin í hinu borgaralega ríki heldur þurfi að koma til gagnger umbylting á valdastofnunum ríkisins. Byltingartilraun 1871 og stofnun Parísarkommúnunnar gerði síðan kleift að kveða enn skýrar á um þessi atriði en þá náði verkalýður og alþýða Parísarborgar völdum og hélt þeim í tvo mánuði. A þessum stutta tíma afhjúpaðist ósamræmi á milli verkalýðsvalda og borgaralegra valdastofnana. Ríkisvald borgarastéttarinn- ar þykist vera holdtekja þjóðareiningar og þjóðarhagsmuna en staðfestir í raun óbrúanlegt djúp á milli valdastofnana og þjóðarlíkama. Hugmynd Parísarkommúnunnar var sú að í stað þess að afsala sér völdum á fjögurra ára fresti skyldi alþýðan taka beinan þátt í stjórn þjóðfélagsins. Ríkisstjórn framleiðenda út frá hagsmunum framleiðenda gegn hagsmunum arðræningja. Fyrstu ráðstafanir Kommúnunnar miðuðu að því að eyðileggja stéttareðli ríkisstofnana og gera þær að virkum starfsstofnunum alþýðu. Fastaherinn var lagður niður og alþýðan vopnuð. Allir embættismenn voru kosnir og afsetjanlegir og hlutu verkamannalaun fyrir störf sín. Parísarkommúnan var brotin á bak aftur og upprætt og í hönd fór tímabil þar sem minna var lagt upp úr skipulagningu verkalýðs á alþjóðavísu en meira á landsvísu. Eftir því sem skipulagðir verkalýðsflokkar komust á legg, færðist í brennidepil möguleg valdataka verkalýðsins með einum saman samtakamætti. Einkum þótti sópa að þýska jafnaðarmannaflokknum sem taldi sig starfa í anda marxismans undir leiðsögn erkimarxistans Kautsky. Flokkurinn lagði mikið upp úr að sanna hæfni sína til að stjórna, færði út athafnasvið flokksins og bjó sig undir ríkisvöld. I reynd gerðist hann æ meir samdauna borgaralegum stofnunum og skrúfaði að sama skapi niður í byltingarkenningunni. Heimsstyrjöldin fyrri leiddi í ljós að þýski verka- lýðsflokkurinn og aðrir sem störfuðu í svipuðum anda, voru haldlausir sem tæki til að bylta borgaralegri samfélagsskipan og koma á sameignarskipu- lagi. Það kom einkum í hlut Leníns að afhjúpa fráhvarf þessara flokka frá byltingarstefnu. Lenín sýndi fram á hvernig marxisti á borð við Kautsky 128
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.