Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 12
Tímarit Máls og menningar
arastétt (v/b), heldur þau stéttaátök sem ennþá eiga sér stað milli verkalýðs
og borgarastéttar (ví^b), á meðan ríkisvél borgarastéttarinnar hefur ekki enn
verið gerð óvirk og virkar starfsstofnanir verkalýðs festar í sessi. Alræði
öreiganna er því hugsað sem dvínandi ríkisvald eftir því sem verkalýðsbylt-
ingunni vex fiskur um hrygg. Þess ber að geta að þetta umbreytingatímabil
úr auðvaldsskipulagi í sameignarskipulag er enganveginn einstefna
nauðbeygð til að hafna í sameignarskipulagi, heldur tvísýn barátta sem allt
eins getur slegið niður og hafnað aftur í auðvaldsskipulagi (sbr. Sovétríkin).
Meginatriði er að gera sér ljóst að jafnaðarskipulagið er umbreytingatímabil
sem er ætlað að breyta einum framleiðsluhætti (auðvaldsskipulagi) í annan
framleiðsluhátt (sameignarskipulag) en er sjálft ekki sjálfstœður fram-
leiðsluháttur og getur því á engan hátt keppt að því að festa sig í sessi með
þar til gerðum ríkisstofnunum. Jafnaðarskipulagið réttlætist eingöngu af
tvíþættu hlutverki sínu: binda endi á auðvaldsskipulagið og koma á sam-
eignarskipulagi. Eitt sér er jafnaðarskipulagið ekkert annað en fram-
leiðsluvél auðvaldsskipulagsins eftir að auðmennirnir hafa misst á henni
tökin en hún er ennþá á spori arðráns og þeirrar vinnuskiptingar sem
arðráni fylgir. Verkefni jafnaðarskipulags er að ryðja braut til sameignar-
skipulags.
Sameignarskipulagið er stéttlaust samfélag og því án eiginlegs ríkis.
Hvaða verksvið verða þar eftir skilin er svara til verksviðs ríkisins nú er
ógjörningur að kveða á um, segir Marx. Einni beygju síðar kvað Lenín ljóst
að sameignarskipulagið útheimti ákveðnar breytingar sem orðið hefðu á
högum manna fyrir tilstilli umbreytingatímabilsins, t. d. hefði vinnutími
fólks styst og möguleikar á alhliða þroska aukist og tækifæri allra til að taka
virkan þátt í stjórn og uppbyggingu samfélagsins.
Sérstaða Marx á sínum' tíma var að sjá sameignarskipulagið sem ávöxt
auðvaldsskipulagsins en ekki eitthvað sem snillingum og góðmennum bæri
að skálda upp og sjóða saman. Auðvaldsskipulagið er þungað af sameignar-
skipulaginu og byltingin gegnir því hlutverki fæðingahríða. Það er fyrst og
fremst hinn gífurlegi framleiðslumáttur auðvaldsskipulagsins sem gerir
sameignarskipulagið mögulegt og hið síðarnefnda knýr á sem nýtt þróun-
arstig þegar auðvaldsskipulagið getur ekki lengur leyst mótsagnir sínar.
130