Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 12
Tímarit Máls og menningar arastétt (v/b), heldur þau stéttaátök sem ennþá eiga sér stað milli verkalýðs og borgarastéttar (ví^b), á meðan ríkisvél borgarastéttarinnar hefur ekki enn verið gerð óvirk og virkar starfsstofnanir verkalýðs festar í sessi. Alræði öreiganna er því hugsað sem dvínandi ríkisvald eftir því sem verkalýðsbylt- ingunni vex fiskur um hrygg. Þess ber að geta að þetta umbreytingatímabil úr auðvaldsskipulagi í sameignarskipulag er enganveginn einstefna nauðbeygð til að hafna í sameignarskipulagi, heldur tvísýn barátta sem allt eins getur slegið niður og hafnað aftur í auðvaldsskipulagi (sbr. Sovétríkin). Meginatriði er að gera sér ljóst að jafnaðarskipulagið er umbreytingatímabil sem er ætlað að breyta einum framleiðsluhætti (auðvaldsskipulagi) í annan framleiðsluhátt (sameignarskipulag) en er sjálft ekki sjálfstœður fram- leiðsluháttur og getur því á engan hátt keppt að því að festa sig í sessi með þar til gerðum ríkisstofnunum. Jafnaðarskipulagið réttlætist eingöngu af tvíþættu hlutverki sínu: binda endi á auðvaldsskipulagið og koma á sam- eignarskipulagi. Eitt sér er jafnaðarskipulagið ekkert annað en fram- leiðsluvél auðvaldsskipulagsins eftir að auðmennirnir hafa misst á henni tökin en hún er ennþá á spori arðráns og þeirrar vinnuskiptingar sem arðráni fylgir. Verkefni jafnaðarskipulags er að ryðja braut til sameignar- skipulags. Sameignarskipulagið er stéttlaust samfélag og því án eiginlegs ríkis. Hvaða verksvið verða þar eftir skilin er svara til verksviðs ríkisins nú er ógjörningur að kveða á um, segir Marx. Einni beygju síðar kvað Lenín ljóst að sameignarskipulagið útheimti ákveðnar breytingar sem orðið hefðu á högum manna fyrir tilstilli umbreytingatímabilsins, t. d. hefði vinnutími fólks styst og möguleikar á alhliða þroska aukist og tækifæri allra til að taka virkan þátt í stjórn og uppbyggingu samfélagsins. Sérstaða Marx á sínum' tíma var að sjá sameignarskipulagið sem ávöxt auðvaldsskipulagsins en ekki eitthvað sem snillingum og góðmennum bæri að skálda upp og sjóða saman. Auðvaldsskipulagið er þungað af sameignar- skipulaginu og byltingin gegnir því hlutverki fæðingahríða. Það er fyrst og fremst hinn gífurlegi framleiðslumáttur auðvaldsskipulagsins sem gerir sameignarskipulagið mögulegt og hið síðarnefnda knýr á sem nýtt þróun- arstig þegar auðvaldsskipulagið getur ekki lengur leyst mótsagnir sínar. 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.