Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 16

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 16
Tímarit Máls og menningar ef spurt er hvort jafnrétti ríki í þjóðfélaginu eður ei. Svo er vissulega að hluta til, en menn eru sér einnig meðvitaðir um, að þessi skipting er óraunveruleg — það er ekki til nema eitt samfélag. Meginhugmyndir Marx um sósíalisma og lýðræði komu fram er hann setti fram þá gagnrýni, sem var rakin hér að ofan. Til hægðarauka má skipta hugmyndum hans í fernt. I fyrsta lagi mótast hugmyndir Marx um lýðræði og sósíalisma af þjóðfélagsheildarsýn. Að hans mati er nauðsynlegt að afnema mörkin milli hversdagslegrar tilveru manna og stjórnmálanna. Taka verður upp sem meginreglu á öllum sviðum þjóðlífsins þá, er gildir á hinu pólitíska sviði: jafnrétti. Afnema verður þessa skiptingu milli stjórnmála annars vegar og efnahagslífs eða hversdagslegrar tilveru manna hins vegar. Marxismanum er oft lýst þannig, að hann sé heildarsýn yfir þjóðfélagið. Það, sem einkennir hina pólitísku hugsun hjá Marx, er einmitt þetta, að tengja pólitík við þjóðfélagsgerðina. Það sé fjarstæða að halda því fram, að til sé eitthvert pólitískt samfélag, þar sem önnur lögmál geti gilt en í samfélaginu yfirleitt. I öðru lagi merkir lýðræði hjá Marx það sama og sósíalismi. I rauninni sé ekki hægt að nefna annað án þess að nefna hitt um leið. Lýðræði í þessum skilningi merkir, að fólk taki þátt í og beri ábyrgð á þeim ákvörðunum, er snerta hagsmuni þess. Sósíalismi merkir hið sama. Þetta er í tengslum við þá skoðun Marx, að maðurinn eigi að vera skapari — hann eigi að móta eigin tilveru og lífsskilning. I sósíalismanum fara einkahagsmunir og almannahag- ur saman. Þær andstæður, er frjálshyggjan setur milli ríkisvaldsins og hagsmuna einstaklinganna, eru falskar andstæður. Frjálshyggjan sér ekki út fyrir andstæðurnar, því hún tekur ætíð mið af hinu ríkjandi ástandi. I þriðja lagi segir Marx, að afnám einkaeignar á framleiðslutækjunum sé nauðsynleg forsenda sósíalismans (lýðræðis). Afnám einkaeignar á fram- leiðslutækjum er hins vegar engin trygging fyrir því, að sósíalismi komist á — afnámið er nauðsynleg forsenda þess að hægt sé að byggja upp sósíalisma. Einnig verður að afnema ríkisvaldið. Það merkir, að fjarlægt sé það vald, er stendur andspænis mönnum og við taki sjálfstjórn frjálsra framleiðenda. Slík sjálfstjórn hefur þá forsendu, að arðrán hafi verið afnumið og pólitík í núverandi mynd, sem sérstakt svið, hafi einnig verið afnumin. Þá er komið að fjórða atriðinu: hvernig hugsar Marx sér afnám ríkisvalds- ins? I ritum hans má finna bæði mjög almennar hugleiðingar um þetta efni og einnig nákvæmar útlistanir á tilteknum atriðum. Hin almenna hugmynd Marx er sú, að til komi nýjar tegundir ríkisstofnana, er ekki séu byggðar á starfskröftum manna, sem hafa stjórnun að lífstíðarstarfi. Sem dæmi tekur hann uppbyggingu og rekstur hers í hinu nýja samfélagi. Herinn yrði ekki fastastofnun, þar sem menn gerðust hermenn til lífstíðar. Menn gegndu 134
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.