Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 17
Hugmyndir Marx um lýðrtedi og sósíalisma stjórnunarstörfum, hermennsku og skriffinnsku á víxl eftir því sem þörfin krefði hverju sinni, en eyddu ekki allri ævinni í þessari stofnun. Sem dæmi um nákvæmari útlistanir Marx má taka hugmyndir hans um hina kjörnu pólitísku fulltrúa og hlutverk þeirra. Hinir kjörnu fulltrúar verða settir til þess að gegna bæði löggjafarhlutverki og sjá um framkvæmd löggjafar. Þeir verða ekki kjörnir til ákveðins tíma heldur skal umboð þeirra vera aftur- kallanlegt hvenær sem er, sjálfstætt hlutverk þeirra verður tiltölulega lítið; þeir eru settir til hagræðingar til að gegna ákveðnum stjórnunarstörfum. Hann lagði til, að hinir kjörnu fulltrúar skyldu hafa meðalverkamannalaun og ekki meira. Allt þetta kvað hann nauðsynlegt til að koma í veg fyrir spillingu og myndun sérstakrar stjórnunar- eða yfirstéttar. Hugmyndir Marx benda til þess, að hann hafi haft í huga fremur lítið samfélag eða smáar einingar undir sjálfstjórn frjálsra framleiðenda, sem síðan væru tengdar saman. Um verkaskiptingu og tengsl hinna smærri eininga hafði Marx lítið að segja, enda taldi hann ekki gjörlegt að segja fyrir um þá þróun. Hvernig hugsaði Marx sér að koma þessu samfélagi á laggirnar? Hvernig skal baráttan fyrir sósíalismanum háð? Hér er um viðkvæma hluti að ræða, því eins og menn vita hafa baráttuleiðir sósíalista valdið miklum klofningi og deilum. I ritum Marx kemur fram, að hann taldi að verkalýðsstéttin gæti gert bandalag við borgarastéttina, en aðeins við sérstakar kringumstæður. Þessi leið er fær, þegar þingræði hefur ekki verið komið á — verkalýðsstéttin og borgarastéttin hagnast báðar af þingræði og því geta þær snúið bökum saman í þeirri baráttu. Þessi leið er einnig fær, ef þingræði er ógnað. Að öðru leyti verður verkalýðsstéttin að leggja stund á sjálfstæða pólitík, sem felst í því að tekið er mið af heildarhagsmunum stéttarinnar. Og heildar- hagsmunir verkalýðsstéttarinnar eru þeir að gera byltingu. Arðránið og einkaeignin á framleiðslutækjunum verða ekki afnumin öðru vísi. Hvernig hafði Marx hugsað sér, að byltingin færi fram, kunna menn að spyrja. Marx setti ekki fram neina algilda forskrift í þessum efnum — hann tók ekki af skarið með það, hvort þessi þróun gæti farið fram með friðsamlegum hætti eða hvort ofbeldi væri óumflýjanlegt. Þessi atriði hafa hins vegar verið bitbein sósíalista um áraraðir. Sumir halda stíft fram alræði öreiganna, eins og það var túlkað af ýmsum sporgöngumönnum Marx og vitna í ýmsa texta eftir hann. A móti má síðan veifa öðrum textum, þar sem þingræðisleiðinni er haldið á lofti. Marx hafði meira að segja ýmislegt að segja um þróun hins almenna kosningaréttar, sem enginn venjulegur sósíaldemókrati myndi taka undir nú á dögum. Marx sagði t. d. á einum stað, að þróun almenns kosningaréttar jafngilti pólitísku valdi verkalýðsstéttarinnar. Ég held, að enginn sósíaldemókrati, sem vildi standa undir nafni, tæki undir þessi orð 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.