Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 23

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 23
Hvernig skapast stéttarvitunci* samtök sem þróast yfir í skipuleg félög með hugmyndafræðilegan grund- völl. í fyrstu eru athafnir stéttarinnar oft á tíðum ómarkvissar og fólk brýtur jafnvel vélarnar, því „á þessu skeiði eru verkamenn tvístraðir um land allt, múgur, sem samkeppnin hefur sundrað" (Kommúnistaávarpið, U,I:33), þ. e. a. s. samkeppnin um atvinnu. En öreigalýðurinn flyst saman í þéttbýlið og máttur hans vex þegar frá líður. Stéttin tekur að mynda samtök til að vernda sameiginlega hagsmuni sína. Vöxtur samgöngutækjanna, er stóriðjan skapar sjálf, styður þessa þróun dyggilega; bönd eru hnýtt milli verkafólks í hinum ýmsu landshlutum. „En það þarf ekki annað en tengja þessi bönd til þess að hinar mörgu launa- deilur, sem alls staðar eru sama eðlis, verði að alþjóðabaráttu, stéttarbaráttu“ (Kommúnistaávarpið, U, 1:34). Og nú er stéttin einnig huglæg - hin hlutlæga stétt hefur öðlast stéttarvitund. Hér hefur verið vitnað mjög til Kommúnistaávarpsins. En þessa greiningu Marx á tengslum stéttarvitundar og félagsgerðar má finna í mörgum öðrum verka hans, og skiptir þá litlu máli hvort sótt er í smiðju hins unga eða hins gamla Marx. Má þar nefna rit eins og Heilaga fjölskyldu, Eymd heimspek- innar, Auðmagnið og Grundrisse. Greining Marx á þróun samfélagsins leiðir til þess, að hann sér fyrir sér hrun hins kapítalíska hagkerfis. Eina leiðin út úr þeim ógöngum felst í sósíalisma. Og þess vegna leggur Marx svo mikla áherslu á verkalýðshreyf- inguna, samtök hennar og félög, því eins og segir í Kommúnistaávarpinu: Af öllum þeim stéttum, sem standa andspænis borgarastéttinni, er öreigalýðurinn einn byltingarsinnuð stétt í raun og sannleika. Aðrar stéttir hrörna og líða undir lok í rás iðjuþróunarinnar, en öreigalýður- inn er holdgetið afkvæmi hennar. (Ú,I:35) í ræðu, sem Marx hélt árið 1869, hélt hann mjög fram ágæti verkalýðsfé- laga og kvað þau vera áhrifamesta tækið í þróun stéttarvitundar: Ef verkalýðsfélögin vilja ná takmarki sínu, ættu þau aldrei að tengjast stjórnmálasamtökum eða vera undir þeirra handarjaðri; með því væri verkalýðsfélögunum greitt banahöggið. Verkalýðsfélögin eru skóli sósíalismans. Það er í verkalýðsfélögunum sem verkalýðurinn menntast og fólk verður sósíalistar, því baráttan við kapítalið fer fram fyrir augum þess . . . verkalýðurinn getur einn myndað sannan verka- lýðsflokk og veitt veldi kapítalsins viðnám. (Úr McLellan, 1971:175) 141
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 2. tölublað (01.04.1983)
https://timarit.is/issue/381023

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (01.04.1983)

Actions: