Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 23
Hvernig skapast stéttarvitunci*
samtök sem þróast yfir í skipuleg félög með hugmyndafræðilegan grund-
völl. í fyrstu eru athafnir stéttarinnar oft á tíðum ómarkvissar og fólk brýtur
jafnvel vélarnar, því „á þessu skeiði eru verkamenn tvístraðir um land allt,
múgur, sem samkeppnin hefur sundrað" (Kommúnistaávarpið, U,I:33),
þ. e. a. s. samkeppnin um atvinnu.
En öreigalýðurinn flyst saman í þéttbýlið og máttur hans vex þegar frá
líður. Stéttin tekur að mynda samtök til að vernda sameiginlega hagsmuni
sína.
Vöxtur samgöngutækjanna, er stóriðjan skapar sjálf, styður þessa þróun
dyggilega; bönd eru hnýtt milli verkafólks í hinum ýmsu landshlutum. „En
það þarf ekki annað en tengja þessi bönd til þess að hinar mörgu launa-
deilur, sem alls staðar eru sama eðlis, verði að alþjóðabaráttu,
stéttarbaráttu“ (Kommúnistaávarpið, U, 1:34). Og nú er stéttin einnig
huglæg - hin hlutlæga stétt hefur öðlast stéttarvitund.
Hér hefur verið vitnað mjög til Kommúnistaávarpsins. En þessa greiningu
Marx á tengslum stéttarvitundar og félagsgerðar má finna í mörgum öðrum
verka hans, og skiptir þá litlu máli hvort sótt er í smiðju hins unga eða hins
gamla Marx. Má þar nefna rit eins og Heilaga fjölskyldu, Eymd heimspek-
innar, Auðmagnið og Grundrisse.
Greining Marx á þróun samfélagsins leiðir til þess, að hann sér fyrir sér
hrun hins kapítalíska hagkerfis. Eina leiðin út úr þeim ógöngum felst í
sósíalisma. Og þess vegna leggur Marx svo mikla áherslu á verkalýðshreyf-
inguna, samtök hennar og félög, því eins og segir í Kommúnistaávarpinu:
Af öllum þeim stéttum, sem standa andspænis borgarastéttinni, er
öreigalýðurinn einn byltingarsinnuð stétt í raun og sannleika. Aðrar
stéttir hrörna og líða undir lok í rás iðjuþróunarinnar, en öreigalýður-
inn er holdgetið afkvæmi hennar.
(Ú,I:35)
í ræðu, sem Marx hélt árið 1869, hélt hann mjög fram ágæti verkalýðsfé-
laga og kvað þau vera áhrifamesta tækið í þróun stéttarvitundar:
Ef verkalýðsfélögin vilja ná takmarki sínu, ættu þau aldrei að tengjast
stjórnmálasamtökum eða vera undir þeirra handarjaðri; með því væri
verkalýðsfélögunum greitt banahöggið. Verkalýðsfélögin eru skóli
sósíalismans. Það er í verkalýðsfélögunum sem verkalýðurinn
menntast og fólk verður sósíalistar, því baráttan við kapítalið fer fram
fyrir augum þess . . . verkalýðurinn getur einn myndað sannan verka-
lýðsflokk og veitt veldi kapítalsins viðnám.
(Úr McLellan, 1971:175)
141