Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 26
Tímarit Máls og menningar Augljóst er af þessum dæmum, að misræmi má finna í verkum Marx í skoðunum hans á því hvernig stéttarvitund verður til. Við sitjum uppi með eftirfarandi þekkingarfræði: í rás tímans knýr hinn kapítalíski fram- leiðsluháttur verkalýðinn til athafna; ofurmáttur kerfisins er slíkur, að vitundin er varnarlaus; samhliða þessu er skotið inn lýsingum á hlutverki hugsunarinnar. Þessa þrjá þætti má alla finna á einum stað, þ. e. í Aub- magninu, sjálfu höfuðriti Karls Marx, en eru engan veginn einskorðaðir við það eitt. Nánari útfærsla á þekkingarfræði Marx yrði eitthvað á þessa lund: 1. Marx áleit, að stéttarvitund væri skilyrt af félagsgerð hins kapítalíska framleiðsluháttar. Þróun framleiðsluháttarins mun óhjákvæmilega leggja hann í rúst, en þessi sama þróun leiðir einnig til myndunar stéttarvitundar meðal verkalýðsstéttarinnar og til myndunar verkalýðsfélaga — og þau bera í sér frjóanga hins nýja kerfis. Þessi greining er mjög skýr í Kommúnistaávarpinu, en kemur einnig fram í mörgum öðrum verka hans, svo sem Heilagri fjölskyldu, Eymd heimspekinnar, Auömagninu og Grundrisse. 2. Marx dró sjálfur í efa, að þessi þróun væri óhjákvæmileg. Fall kapítal- ismans er óhjákvæmilegt, en ekki að sósíalismi taki við. Ekki verður annað séð af skrifum Marx en að hann efist oft og tíðum stórlega um getu verkalýðsins til að sjá í gegnum huliðshjúp kapítalismans; firringarkenning hans er a. m. k. tilraun til að útskýra hvers vegna verkalýðurinn lætur ekki til skarar skríða — hann hreinlega getur það ekki vegna stöðu sinnar í framleiðsluferlinu, þar sem allt er hjúpað dularblæ og erfitt að greina á milli sýndar og reyndar. 3. Marx gerir ráð fyrir því, að fólk geti með íhugun séð við kapítalisman- um og greint að eðli og sýnd hans. Þetta kemur skýrt fram, t. d. í Eymd heimspekinnar, Þýsku hugmyndafneðinni og Kommúnistaávarpinu. Nú liggur í augum uppi, að þessar niðurstöður eru í sjálfu sér algjörlega ósamrýmanlegar. Orða má kenningar Karls Marx um stéttarvitund og þróun hennar eitthvað á þessa lund: Verkalýðsstéttin vaknar til vitundar um hlutlæga hagsmuni sína í rás tímans, stofnar með sér samtök og ræktar með sér vaxtarbrodd nýrrar samfélagsskipunar. Sá galli er bara á gjöf Njarðar, að kapítalískur framleiðsluháttur varpar slíkum dularblæ á alla félagslega tilveru mannsins að hann á svei mér þá enga undankomuleið. Nema einhverjir komi til og bjargi málunum? Til dæmis menntamenn? Ekkert hefði verið fjær Karli Marx en að draga þessar ályktanir af niðurstöðum sínum. Hann nefndi t. d. aldrei menntamenn svo á nafn að það væri ekki dálítill hæðnisbroddur í orðum hans. En kannski getur enginn láð þeim manneskjum sem sækja í kenningar Marx, þótt þær bendi á 144
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.