Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 38

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Qupperneq 38
Tímarit Máls og menningar höfðu líka hugsun á þessu í bókmenntaskrifum sínum. Brecht lagði mikið upp úr þætti áhorfenda við sköpun leikverks, og Benjamín athugaði m. a. áhrif nýrra fjölmiðla og nýrra neysluhátta á stöðu og möguleika listaverka. Bókin er ekki söm eftir tilkomu fjölmiðlanna, hvað sem öllum útvarps- sögum líður. Sama hugsun býr að baki hugtaki Peters Búrger um .liststofnunina’, um þau skilyrði sem listframleiðslu og -viðtöku eru sett á tilteknu söguskeiði (hvaða kröfu gerir samfélagið til listarinnar, hverjar eru efnislegar aðstæður listframleiðslunnar, hvernig bregðast ,neytendur‘ við?) Þetta hugtak hefur auðvitað ekkert gildi nema það sé nothæft til að sýna breytingar á stöðu bókmennta í samfélaginu. Tökum dæmi af greiningu Christu Búrger á þróuninni í Þýskalandi á 18. öld.12 Hún bendir á hvernig þrenns konar bókmenntaviðhorf eða -stofnanir takast á á þessum tíma. Eitt er hið gamla, lénska: Skáldin voru við hirðirnar, uppá náð velgerðarmanna sinna komin, verk þeirra voru dægradvöl furstanna og skyldu um leið hylla veldi þeirra. Annað var krafa upplýsing- artímans um bókmenntir sem veittu leiðbeiningar í vanda daglegs lífs og væru ætlaðar hinum almenna borgara (um þetta leyti fjölgaði bæði lesend- um og leikhúsum, þótt eiginlegur bókamarkaður væri lítill). Þessara átaka gætir hjá Goethe og fleiri Weimar-höfundum. A vissu skeiði semur hann verk með ,klassísku’ formi franskra 17. aldar leikrita, en erindi hans var boðun mannúðlegra hugmynda upplýsingarinnar við furstahirð Weimar. En þessi verk Goethes hljóta langt því frá sömu lýðhylli og eldri verk hans um Werther og Götz. Almenningur fór annað að sækja sér leiðbeiningar í vanda síns daglega lífs, afþreyingarbókmenntir lögðu undir sig þann mark- að. Hjá Goethe og Schiller og fleiri fagurfræðingum þróaðist upp úr því nýtt viðhorf til listarinnar, hið þriðja, hún varð svið óháð samfélaginu, æðra því. Listin slítur sambúð sinni við daglegt líf, en hjálpar um leið þeim sem hafa aðstöðu til að njóta hennar á réttan hátt til meiri andlegs þroska. En þeir voru ekki margir, og áhugi almennings tók nú að beinast frá verkunum, sem hann skildi ekki mikið í, að höfundi þeirra. Tólf útvaldir sáu fyrstu og lengi vel einu sýninguna á Ifigeníu Goethes, og þeir voru álíka margir sem lásu verkið þegar það kom út í fyrsta skipti, en áhuginn á höfundinum sjálfum, gerðum hans og háttum, hafði aldrei verið meiri. Listin var æðri heimur, og höfundurinn yfirnáttúruleg vera. Dýrkun höf- undarins varð nýr þáttur í .bókmenntastofnuninni’, og enn sér ekki fyrir endann á misdulbúnum sjálfsævisögum höfunda: þroskasögum sem rekja hvernig aðalpersónan öðlast þroska til að verða rithöfundur og skrifa þroskasögu sína. 156
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.