Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 46

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 46
Tímarit Máls og menningar en fjarlægari þjóðir, veit ég að þ er ævinlega lesið og borið fram sem/> og ð undantekningarlaust sem o. Eg fæ enn bréf frá kunningjum vestan og austan um haf þarsem ég heiti Sigurour, afþví ég þráaðist lengivel við að nota ð í nafni mínu á bréfum til útlendinga. Það var kjánaleg og vitavonlaus þrákelkni. Hver vitiborinn íslendingur getur lesið rétt nöfn einsog Sigfús Dadason og Thorsteinn frá Hamri, en sárafáir erlendir lesendur komast framúr Daðason eða Þorsteinn. Afþví Helga Kress skopast að orðinu „heimthrá“ sem kemur fyrir í viðtalinu við mig, má geta þess til gamans að hluti viðtalsins birtist í desemberhefti Scandina- vian Review, og þá er þetta ágæta orð stafað „heimprá“, þó um sé að ræða tímarit sem einungis fjallar um norræn efni. Sá menntahroki sumra norrænufræðinga sem lýsir sér í viðhorfum og ummælum Helgu Kress er fyrst og fremst brjóstumkennanlegur, og skal ekki fjölyrt um hann, nema tekið fram að sá ritháttur íslenskra nafna erlendis sem ég aðhyllist á sér langa hefð og er almennt viðurkenndur. Og er nú komið að kvenrithöfundum og bókmenntum eftir konur, sérgrein og sérstöku áhugamáli Helgu Kress. Mér skilst á henni að við Kristjana hljótum að vera ótíndir fávitar í prósentureikningi úrþví hlutfall kvenrithöfunda í Icelandic Writing Today er lægra en hlutfall kvenna í Rithöfundasambandi Islands. Fær hún þá niðurstöðu með þeirri afarfrumlegu aðferð að afskrifa Kristjönu Gunnars, sem sé fyrst og fremst kanadískur rithöfundur, og Astu Sigurðardóttur sem sé látin. Afturámóti láist henni að telja frá þá rithöfunda af karlkyni sem hættir eru að gefa út ný verk. Og enn sneyðist um þegar lengd einstakra verka er athuguð og línur taldar. Með því að sleppa fyrrgreindum tveimur kvenrithöfundum kemst hún að þeirri niðurstöðu að konur eigi aðeins 14,7% af óbundnu máli í ritinu, en hlutfall kvenna á félagaskrá Rithöf- undasambandsins er 18,2%. Og enn versnar hlutur kvenna þegar til ljóðlistar kemur. Af 89 ljóðum eru einungis 7 eftir konur, eða 7,9%, og lækkar það hlutfall enn séu ljóðlínur taldar. Helga Kress tekur fram eftir allar sínar talningar og prósentureikn- inga, að hér sé aðeins rætt um magn en ekki gæði. Maður hlýtur samt að spyrja í einfeldni sinni, hvað fyrir henni vaki með þessari fyrirhöfn. Er hún enn að höggva í þann gamla knérunn, að ég hafi andúð á konum og þá einkanlega kvenrithöfundum? Sú tilgáta er að minnstakosti ekki fjarstæðari en ýmsar aðrar. Hafi ég gert hlut kvenna í ritinu hlutfallslega minni en efni standa til (miðað við félagatölu Rithöfundasambandsins), sem ég er alls ekki reiðubúinn að játa, þá stafar það einfaldlega af því að ég hef fremur litið á g<eði en magn. Um slík smekksatriði er gagnslaust 164
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.