Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 50
Tímarit Máls og menningar
átti við Guðberg Bergsson, Svövu Jakobsdóttur og mig, voru ekki
pöntuð af mér og því síður ritskoðuð að öðru leyti en því, að þau voru
öll stytt af viðmælendum, en höfðu áður birst í Lögbergi-Heimskringlu í
Winnipeg. Viðtalið við Svövu varð styst afþví hún stytti mest og
minnkaði þannig verulega hlut kvenna í ritinu! Að því er varðar
vanþekkingu dr. Firchows, sem meðal annars hefur gefið út stórt safn
íslenskra smásagna í Ameríku og er nýkomið út í annarri útgáfu hjá
Iceland Review, þá bendir Helga Kress ekki á nein dæmi hennar, enda
vant að sjá í viðtölunum að bandaríski prófessorinn hafi minni skilning á
íslenskum veruleik en íslenski dósentinn.
Vísast ber það vitni rætnu og óguðlegu innræti, en það sem kom uppí
hugann, þegar ég hafði lokið við að lesa skammagrein Helgu Kress, var
alkunn vísa eftir Steingrím Thorsteinsson:
Lastaranum líkar ei neitt,
Lætur hann ganga róginn;
Finni’ hann laufblað fölnað eitt,
Þá fordæmir hann skóginn.
168