Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Síða 56
Tímarit Máls og menningar
mikil innan fræðanna, bæði vegna þess að saga viðkomandi fræðigreinar
dýpkar oft skilning manna á henni eins og hún horfir við á líðandi stund, og
einnig vegna þess að yngri greinar fræðanna geta oft og tíðum lært sitthvað
nýtilegt af sögu þeirra vísindagreina sem taldar eru elstar og þroskaðastar á
meiði vísinda og fræða. Sífellt vandaðri og gagnrýnni rannsóknir á heim-
ildum vísindasögunnar hafa leitt í ljós að þar er hreint ekki allt sem sýnist
eða eins og síðari tíma menn vilja vera láta. Meðal annars hafa ýmsir þættir
sem margir mundu kalla hugmyndafræði eða öðrum svipuðum nöfnum
reynst mun þyngri á metunum í vísindasögunni en áður var talið. Mun á
engan hallað þótt fyrrnefndum Tómasi Kuhn sé þakkað það að hafa átt
manna drýgstan þátt í að vinna þessum nýju viðhorfum brautargengi. Vís-
indasagan hefur reynst mjög frjósamur akur hugmynda og viðhorfa og hef
ég kosið að notfæra mér hann í því sem hér fer á eftir um hugmyndafræði
vísindanna í sögu og samtíð.
Hvaða vísinda f
Aður en við dembum okkur út í umræðu um hugmyndafræði vísinda er
auðvitað eðlilegt að spurt sé hvað við meinum með orðinu vísindi. Og víst
er um það að ýmsir mætir menn hafa spurt svo á undan okkur. En þegar
stórt er spurt verður oft lítið um svör. Svo fer einnig um mín eigin svör í
þessu tilviki enda þótt ég viti fullvel að margir hafa bæði talið miklu varða
að hafa sem skýrust svör við þessari spurningu og einnig talið sjálfa sig hafa
fundið slík svör, þ.e. tiltölulega einfaldar skilgreiningar á því hvað sé vísindi
og hvað ekki. Eg tel hins vegar að slíkum spámönnum hafi öllum mistekist
þetta ætlunarverk sitt, og sumum hrapallega eins og t.d. hinum fræga
heimspekingi Karli Popper.6’ Það lengsta sem ég hef sjálfur komist í átt að
einhvers konar samnefnara allra vísinda er á þann veg að tengja megi öll
vísindi við hugtök eins og skynsemi, samhengi, yfirsýn, opin boðskipti og
betri tök manna á umhverfi sínu og allri tilveru. Eg játa auðvitað fúslega að
slík „skilgreining“ er harla óljós og tiltölulega víð, enda er henni ætlað að ná
yfir vísindi allra tíma og einnig yfir þá sprota í fræðagarði samtímans sem
kunna síðar að eiga eftir að verða að voldugum trjám.
En jafnvel þótt við hefðum einhverja hugmynd um hvað við meinum með
vísindum, þyrftum við ekki að vera miklu nær um hugmyndafræði vísinda,
enda kemur í ljós þegar að er gáð að hún hefur verið mjög breytileg bæði
eftir tímum og eftir fræðigreinum. Við verðum því að þrengja viðfangsefni
okkar í stuttu erindi þannig að megináherslan liggi á hugmyndafræði vísinda
á okkar dögum þótt ég kjósi síðan að vísu að fjalla um það efni með
stuðningi af sögunni. Ég mun með öðrum orðum hafa sögu vísindanna að
174