Tímarit Máls og menningar

Volume

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 75
/ GranacLa var gLepurinn framinn stað þar sem því var trúað hann hefði verið drepinn. Og reyndi á þessum stað þá stund að magna eitthvað í hug mér sem ég gæti geymt á vegferð minni um ókomin ár, og einhvern tímann nýtt, vonaði ég. Þá vissi ég ekki sem nú er talið víst að Lorca hafi verið drepinn í Viznar en ekki í Granada. Það vissi skáldbróðir hans Antonio Machado heldur ekki þegar hann orti eftir hann ljóðið Skáldið og dauðinn. Miðkaflinn heitir einmitt eins og fyrr var sagt: El crimen fué a Granada, í Granada var glæpurinn framinn. Og því kannski ekki að undra að ég næði ekki að finna á staðnum þar sem ég stóð á hæðinni Sacromonte, Helgafelli, þær tilfinningar þéttast hið innra með mér sem áttu að verða ógleymanlegar og einstaklegar í farangrinum. Enginn veit hinsvegar hvar García Lorca liggur grafinn, fremur en Mozart; sem líka var lagður í fjöldagröf. III. Llanto por Ignacio Sanchez Mejias Eg hafði staðið á hæðinni þar sem ég hélt eins og flestir að Federico García Lorca hefði verið skotinn til bana, þann 19. ágúst 1936. I harmljóðinu sínu um nautabanann Ignacio Sanchez Mejias sem dó í nautaatshringnum klukkan fimm um eftirmiðdag segir: A las cinco de la tarde./Eran en punto las cinco de la tarde — það var á slaginu klukkan fimm að kvöldi. Og þessi orð eru endurtekin framan af þessu fagra og máttuga erfiljóði sem Lorca orti eftir þennan góða vin sinn sem féll fyrir vígnauti, af hvassbeittum hornum þess í sólbakaðan sandinn, og dó. A las cinco de la tarde, þau orð glymja með dumbum hljómi eins og Líkaböng, aftur og aftur. a las cinco de la tarde Lo demás era muerte y solo muerte a las cinco de la tarde klukkan fimm að kvöldi Allt annað var dauði og einungis dauði klukkan fimm að kvöldi . . . . . . og síðar kveður skáldið í angist sinni yfir vin sínum sem hneig til heljar: 193
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue: 2. tölublað (01.04.1983)
https://timarit.is/issue/381023

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.

2. tölublað (01.04.1983)

Actions: