Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 82

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 82
Tímarit Máls og menningar venjulegt tölvu hrognamál. Eftir ad hafa notað íslenskuna um sinn eru þeir sama sinnis. Sumir segja að með þessu sé fórnað samræmingu en flestir sem hafa notað margar gerðir tölva hafa reynt að samræming er lítil sem engin og því litlu fórnað. Raunar eru kostir þess að tölvan skilji móðurmál notandans slíkir að fyrir það má fórna nokkru. Einnig má spyrja hvort ekki sé ástæða til þess að gera samræmdan íslenskan staðal." Fyrir tæpum tveimur árum var búið að gera mikilvægustu breytingarnar og hafa tölvur síðan verið notaðar allmikið við ritvinnslu á Raunvísinda- stofnun. Afram var þó haldið að gera margvíslegar endurbætur. Síðasta megináfanga verkefnisins var náð í nóvember s.l. þegar leystur var sá vandi að flytja texta úr ritvinnslutölvu í setningartölvu. Grein þessi er skrifuð með ritvinnslukerfi RH og síðan flutt beint í setningartölvu. Yfirfærslan er enn nokkuð stirð, en úr því verður vafalítið bætt síðar á þessu ári. 3. Hvemig er texti unninn meb tölvum ? Þegar texti er skrifaður með tölvu er næsta lítill munur á ritvélinni og tölvunni nema hvað það sem skrifað er kemur þá fram á skjá í stað svartra stafa á blaðinu í ritvélinni. Þó er hér reyndar einn munur, sem margir munu vafalítið kunna vel að meta: nær ekkert heyrist í ritvinnslukerfinu (nema þegar prentari er í notkun) og því er mögulegt að vinna á nóttu sem degi við skriftir án þess að raska ró annarra. Enn mikilvægara er þó hve auðvelt er að breyta textanum. Rangan áslátt, sem ritarinn tekur strax eftir, má einfaldlega leiðrétta með því að slá takkann sem gefur skipun um að hopað skuli um eitt skref (BS) og hverfur þá síðasti stafur á skjánum. Þetta er mun fljótlegra en að nota leiðréttingarborða eða hvítt lakk. Þessi einfaldi leiðréttingarmögu- leiki er mikilvægur fyrir þá sem skortir öryggi hinna þjálfuðu vélritara. Þegar kemur að meiriháttar leiðréttingum og breytingum er reginmunur á tölvu og ritvél. Þegar vélritað er krefst breytingin oft hreinritunar á öllum textanum. Með ritvinnslutölvu eru breytingar auðveldar. Nú má kalla fram á skjáinn hvaða kafla sem óskað er (oftast um 20 línur) og gera þar á einfaldan hátt allar þær breytingar sem óskað er: skjóta inn staf, orði eða setningu, og fella niður á hhðstæðan hátt. Einnig má flytja kafla til í textanum. Breyta má rithætti eins orðs í öllum textanum með einni skipun, t. d. breyta „ýtarlega“ í „ítarlega". Milli frumtexta og lokaútgáfu liggja oftast tvær eða fleiri útprentanir því flestir kjósa frekar að lesa og leiðrétta textann fyrst á blaði. Þegar textinn hefur verið leiðréttur í tölvunni er nýtt afrit tekið og þarf þá ekki að óttast að villa hafi slæðst inn í þá kafla, sem ekki hefur verið snert á. Þegar textinn er fullunninn má senda hann í setningartölvu prentsmiðj- unnar, annaðhvort gegnum símalínu eða með því að senda segulskífuna til 200
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.