Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 88

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 88
Julio Cortazar: Samruni garðanna Hann hafði byrjað að lesa skáldsöguna nokkrum dögum áður. Svo ýtti hann henni til hliðar vegna aðkallandi verkefna og opnaði hana aftur í lestinni á leið heim á sveitasetrið; smám saman lét hann atburðarásina og persónulýsingarnar ná tökum á sér. Síðdegis þenn- an dag, þegar hann var búinn að skrifa umboðsmanni sínum bréf og ræða við ráðsmanninn um málefni býlisins, sneri hann sér aftur að bókinni í kyrrð lestrarherbergisins sem vissi út að garðinum með eikartrjánum. Hann hreiðraði um sig í eftirlætis hægindastólnum sínum og sneri baki í dyrnar til að koma í veg fyrir hugsanlegar truflanir, strauk vinstri hendinni nokkrum sinnum yfir grænt flauels- áklæðið og fór að lesa síðustu kaflana. Hann átti auðvelt með að muna nöfn og útlit persónanna og blekking skáldsögunnar greip hann svotil samstundis. Hann naut þess á næstum sjúklegan hátt að finna tengslin við umhverfið rofna, línu eftir línu, og skynja samtímis að höfuð hans hvíldi notalega á háu, flauelsklæddu stólbakinu, að sígaretturnar voru enn við höndina, og fyrir utan gluggana dansaði kvöldgolan í eikunum. Niðursokkinn í ósæmilegt atferli söguhetjanna lét hann teyma sig, orð fyrir orð, í átt til mynda sem runnu saman og öðluðust lit og hreyfingu og þannig varð hann vitni að síðasta fundinum í fjallakofanum. Fyrst kom konan inn, tortrygg- in; svo kom elskhuginn með andlitið skaddað þar sem trjágrein hafði slegist framan í hann. A aðdáunarverðan hátt stöðvaði hún blóð- streymið með kossum sínum en hann hafnaði atlotum hennar, hann var ekki kominn hingað til að rifja upp viðhafnarsiði leyndrar ástríðu í skjóli fallinna laufblaða og falinna skógarstíga. Rýtingurinn hvíldi volgur við brjóst hans og þar undir barðist frelsið sem í vændum var. Ástríðufullt samtal hljóp upp og niður blaðsíðurnar einsog straumur af nöðrum og manni fannst sem allt hefði þetta verið ákveðið frá fyrstu tíð. Jafnvel atlotin sem umluktu líkama elskhugans einsog til að tefja hann og telja honum hughvarf drógu upp viðurstyggilega 206
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.