Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Page 88
Julio Cortazar:
Samruni garðanna
Hann hafði byrjað að lesa skáldsöguna nokkrum dögum áður. Svo
ýtti hann henni til hliðar vegna aðkallandi verkefna og opnaði hana
aftur í lestinni á leið heim á sveitasetrið; smám saman lét hann
atburðarásina og persónulýsingarnar ná tökum á sér. Síðdegis þenn-
an dag, þegar hann var búinn að skrifa umboðsmanni sínum bréf og
ræða við ráðsmanninn um málefni býlisins, sneri hann sér aftur að
bókinni í kyrrð lestrarherbergisins sem vissi út að garðinum með
eikartrjánum. Hann hreiðraði um sig í eftirlætis hægindastólnum
sínum og sneri baki í dyrnar til að koma í veg fyrir hugsanlegar
truflanir, strauk vinstri hendinni nokkrum sinnum yfir grænt flauels-
áklæðið og fór að lesa síðustu kaflana. Hann átti auðvelt með að
muna nöfn og útlit persónanna og blekking skáldsögunnar greip
hann svotil samstundis. Hann naut þess á næstum sjúklegan hátt að
finna tengslin við umhverfið rofna, línu eftir línu, og skynja samtímis
að höfuð hans hvíldi notalega á háu, flauelsklæddu stólbakinu, að
sígaretturnar voru enn við höndina, og fyrir utan gluggana dansaði
kvöldgolan í eikunum. Niðursokkinn í ósæmilegt atferli
söguhetjanna lét hann teyma sig, orð fyrir orð, í átt til mynda sem
runnu saman og öðluðust lit og hreyfingu og þannig varð hann vitni
að síðasta fundinum í fjallakofanum. Fyrst kom konan inn, tortrygg-
in; svo kom elskhuginn með andlitið skaddað þar sem trjágrein hafði
slegist framan í hann. A aðdáunarverðan hátt stöðvaði hún blóð-
streymið með kossum sínum en hann hafnaði atlotum hennar, hann
var ekki kominn hingað til að rifja upp viðhafnarsiði leyndrar ástríðu
í skjóli fallinna laufblaða og falinna skógarstíga. Rýtingurinn hvíldi
volgur við brjóst hans og þar undir barðist frelsið sem í vændum var.
Ástríðufullt samtal hljóp upp og niður blaðsíðurnar einsog straumur
af nöðrum og manni fannst sem allt hefði þetta verið ákveðið frá
fyrstu tíð. Jafnvel atlotin sem umluktu líkama elskhugans einsog til
að tefja hann og telja honum hughvarf drógu upp viðurstyggilega
206