Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 91

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 91
Tvö rit um bókmenntasamanburð er að athuga það fyrra í sambandi við rannsóknarverkin tvö sem hér eru til umfjöllunar. Auðvitað þurfa áhrifin ekki endilega að berast með bókum og ná því til fleira en rittengsla einna. Þau geta verið sprottin af hvers konar listum. Einnig má stundum rekja áhrif til atburða í lífi höfunda eða sögulegra viðburða o. fl. En bækurnar eru öruggasti rannsóknargrundvöllurinn og þess vegna hafa samanburðarrannsóknir fyrst og fremst beinst að ritáhrifum eða bókmenntatengslum. Nú verða viðhorf og starfsaðferðir við bókmenntasamanburð allmismunandi eftir því hvort könnuðurinn tekur sér stöðu hjá áhrifavaldin- um, útbreiðanda áhrifa eða þiggjandanum. I síðasta tilvikinu verður um heimildakönnun að ræða, og svo er um verk þeirra Eiríks Jónssonar og Hermanns Pálssonar. Bókmenntatengsl er aðeins hægt að benda á þar sem líking eða hliðstæður eru milli verks eða verka sem eiga að hafa orðið fyrir áhrifum og bókmennt- anna sem hugsanlega ollu áhrifunum. Þetta geta t. d. verið stíllíkingar, hliðstætt efni eða notkun sömu sagnaminna. Bókmenntasamanburður er því eiginlega fólginn í því að finna og gera grein fyrir slíkum hliðstæðum. Þá þarf að ákvarða hvort líkingarnar eru svo miklar og þess konar að unnt sé að gera ráð fyrir áhrifasambandi eða rittengslum. Enda er það ekki gefið að áhrifasamband sé á milli ritverka þótt þau séu á einn eða annan hátt lík. Líkingarnar með þeim gætu verið tilviljanir. I öðru lagi gætu sammannleg viðhorf ráðið þeim eins og oft er í ævintýrum og þjóðsögum. I þriðja lagi gætu sömu þjóðfélagsaðstæður eða sögulegar forsendur valdið að ritverk eru á einhvern hátt lík. I því sambandi er hægt að benda á áhrif heimsstyrj- aldanna á mörg skáld samtímis. Loks svipar stundum verkum hverju til annars af því að þau hafa orðið fyrir sömu áhrifum. Um það getur t. d. verið að ræða þegar sama bókmenntahefð hefur orkað á marga höfunda samtímis og því erfitt að finna einstakar fyrirmyndir. Þetta á oft við um íslenskar fornsögur. Eins og áður sagði hófst bókmenntasamanburður sem sérgrein í bók- menntakönnun á síðustu öld. Könnunaraðferðin byggir á trú 19. aldar manna á söfnun staðreynda hversu lítilfjörlegar sem þær eru. Staðreyndir þessar áttu og eiga allar að auka kunnáttu manna. Aðferðin gerir einnig ráð fyrir einföldum orsakaskýringum eins og notaðar voru í reynsluvísindum á 19. öld, og í þessu liggja ókostir hennar. Ef ekki er farið með gát getur það leitt annars vegar til smásmugulegrar fræðatínslu á meintum rittengslum þótt þau auki ekki skilning á verkinu, rétt eins og það sé samsafn bók- menntaáhrifa. Hins vegar er látið í veðri vaka að allt sem skipti máli hafi verið sagt um bókmenntaverk þegar búið er að benda á einhverja hliðstæðu 209
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.