Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 112

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1983, Side 112
Tímarit Máls og menningar hlotið umfram skyldu. Menntunarstig virðist m. ö. o. hafa lítið forsagnargildi fyrir áhuga manna á skemmtisögum. Þegar kemur að skáldbókmenntum reynist aftur á móti vera allsterkt sam- band milli menntunar og áhuga. I þessu efni er þó brýnt að hafa í huga þá fyrir- vara sem Ólafur setur um annmarka sem fylgja flokkun af þessu tagi í smekk- hópa. Þriðja gagnrýnisatriðið lýtur að því að sumar töflur, einkum í sjötta kafla bók- arinnar, þar sem fjallað er sérstaklega um svo kallaða „mikilvirka lesendur“, 47 talsins, eru byggðar á svo fámennum hópum svarenda, að gæta verður ýtrustu varkárni við túlkun og víðast orkar mjög tvímælis að reikna hlutföll. Lesandanum er að vísu jafnan gerð skýr grein fyrir þessu fámenni, en við þá túlkun sem kemur fram í texta er þessum töflum í raun gert jafnhátt undir höfði og miklu traustari töflum í fyrri köflum. Mér virðist að öllu samanlögðu að sjötti kafl- inn bæti tiltölulega litlu við það sem áður er fram komið í bókinni. Að hluta til stafar þetta af því að hópurinn sem þar er til umræðu er of lítill til þess að um hann verði ályktað með nokkurri vissu, en að hluta af því sem höfundur sjálfur bendir á, sem sé „að lestrarvenjur og bókmenntasmekkur hinna mikil- virku lesenda sé ekki ýkja frábrugðinn smekk og venjum þátttakenda almennt — nema hvað þeir lesa miklu meira" (bls. 55). Þær aðfinnslur sem hér hafa verið gerðar draga í engu úr þeirri skoðun minni að þessi yfirlætislausa og samþjappaða bók hafi að geyma mark- verðan og skemmtilegan fróðleik. Hún á erindi við fræðimenn í félagsvísindum og bókmenntum, en einnig þá sem fást við að skrifa bækur, gefa þær út og, e. t. v. umfram allt, þá sem starfa við að lána bækur, þ. e. safnafólk. Hér skal getið fáeinna fróðleiksmola sem mér þykir sérstök ástæða til að halda á lofti. A bls. 20—21 kemur fram að þegar frá er talin notkun dægur- miðlanna (útvarps, sjónvarps og dag- blaða) þá er lestur skáldsagna langút- breiddasta dægradvöl manna af þeim sem þar eru upp taldar. Ekki skortir mikið á að annar hver Reykvíkingur segist hafa skáldsögu um hönd í viku hverri. Þetta má bera saman við að einn af hverjum hundrað kveðst fara vikulega á söfn eða sýningar og litlu fleiri segjast fara svo oft á tónleika. Hér ber að vísu að slá þann varnagla að á meðal þess fjórðungs í úrtaki sem ekki kaus að taka þátt í könnuninni hjá Hagvangi má ætla að leynist hærra hlutfall bóklausra en á meðal svarenda. Líklega er það ekki ofmælt að íslend- ingar séu til jafnaðar betur að sér í er- lendum tungumálum en margar aðrar þjóðir. Það kemur því e. t. v. nokkuð á óvart að fullur helmingur svarenda í Hagvangskönnuninni skuli að eigin sögn ekki lesa bækur á erlendum mál- um. Eg veit reyndar að bókasafnafólki er vel kunnugt um þetta og ver þess vegna tiltölulega litlum hluta fjárveitinga sinna til kaupa á erlendum bókum, jafn- vel þótt miklu meira lesmál fáist fyrir hverja krónu í erlendum texta heldur en íslenskum. Þessi niðurstaða ætti að verða hvatning til þess að halda sem mestri breidd í þýðingum af erlendum málum og er ekki úr vegi að minna á mikilvægi norræna þýðingarsjóðsins í þessu sambandi. En umrædd könnun bendir jafnframt til þess að sjóndeildar- hringur þeirra sem stautfærir verða að teljast á erlendan texta sé furðu þröngur: Þegar sleppir Norðurlandamálunum og 230
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.